Mark Pellegrino
bandarískur leikari From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Mark Pellegrino (fæddur 9. apríl 1965) er bandarískur leikari sem er þekkastur fyrir hlutverk sín í Dexter, Lost og Supernatural.
Einkalíf
Pellegrino er fæddur og uppalinn í Los Angeles, Kaliforníu. Mark er kennari við Playhouse West, sem var stofnaður af Robert Carnegie og Sanford Meisner. Jeff Goldblum er einnig kennari við stofnunina. Pellegrino er fyrrverandi hermaður í bandaríska hernum.
Í frímatíma sínum þá stundar hann íþróttir á borð við sjálfsvarnarlist, sparkbox, thaibox, júdó, karate og ju-jitsu.
Ferill
Sjónvarp
Fyrsta sjónvarpshlutverk Pellegrino var árið 1987 í L.A. Law. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Northern Exposure, ER, The X-Files, NYPD Blue, CSI: Crime Scene Investigation, Criminal Minds, The Unit og Knight Rider.
Árið 2006 var Pellegrino boðið gestahlutverk í Dexter sem Paul Bennett, fyrrverandi eiginmann Ritu.
Í mars 2009 var Pellegrino ráðinn til þess að koma fram í ABC þættinum Lost í seinasta þætti fimmtu seríunnar, til þess að leika hinn dularfulla Jacob. Þó að fréttayfirlýsing varðandi þáttinn kallar hann aðeins sem „Man No. 1“ þá kemur fram að Pellegrino leikur Jacob, dularfulla persónu mikilvæga í lokasögu þáttarins. [1]
Þann 26. júní 2009 kemur fram að Pellegrino var ráðinn í endurtekið hlutverk sem Lúsifer í fimmtu seríu CW þáttarins Supernatural. [2] Hefur hann leikið Lúsifer með hléum síðan þá.
Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Pellegrino var árið 1987 í Fatal Beauty. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Night Life, Lethal Weapon 3 á móti Mel Gibson og Danny Glover, Trouble Bound, Macon County Jail, The Lost World: Jurassic Park, The Big Lebowski á móti Jeff Bridges og John Goodman, Mulholland Dr., National Treasure og Capote þar sem hann lék morðingjann Dick Hickock.
Remove ads
Kvikmyndir og þættir
Remove ads
Verðlaun og tilnefningar
Academy of Science Fiction, Fantasy & Horror Films
- 2010: Tilnefndur sem besti gestaleikari fyrir Lost.
Screen Actors Guild verðlaunin
- 2006: Tilnefndur sem besti leikhópur í kvikmynd fyrir Capote.
Neðanmálsgreinar
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads