Mark Webber

From Wikipedia, the free encyclopedia

Mark Webber
Remove ads

Mark Alan Webber (f. 27. ágúst 1976) er ástralskur akstursíþróttamaður sem keppti í Formúlu 1 á árunum 2002 til 2013. Á ferli sínum í Formúlu 1 vann hann níu keppnir yfir 12 tímabil. Í þolakstri vann hann FIA World Endurance Championship árið 2015 með Porsche.

Staðreyndir strax Fæddur, Formúlu 1 ferill ...

Webber byrjaði í Formúlu 1 með Minardi liðinu árið 2002[1] og náði fimmta sæti í sinni fyrstu keppni á heimavelli í Ástralíu.[2] Hann fór yfir til Jaguar árin 2003 og 2004[3] en komst fyrr af samning sínum við Jaguar og fór til Williams árið 2005[4] og náði fyrsta verðlaunapalli sínum með liðinu í Mónakó það ár.[5] Árið 2007 fór hann til Red Bull og var þar til hann hætti árið 2013.[6] Hann vann níu keppnir, náði þrettán ráspólum, 42 verðlaunapöllum og endaði í þriðja sæti í móti ökumanna árin 2010, 2011 og 2013.

Hann hætti í Formúlu 1 eftir 2013 tímabilið[7] og færði sig yfir í þolakstur þar sem hann keppti Í Le Mans Prototype 1 flokknum frá 2014 til 2016.[8] Hann vann FIA World Endurance Championship árið 2015 með Porsche liðinu ásamt ökumönnunum Timo Bernhard og Brendon Hartley.[9] Hann hætti í akstursíþróttum eftir 2016 og hefur starfað í sjónvarpi og sem umboðsmaður ökumanna síðan þá. Hann er núverandi umboðsmaður Oscar Piastri.[10]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads