Matt Craven

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Matt Craven (fæddur Matthew John Crnkovich 10. nóvember 1956) er kanadískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Meatballs, Crimson Tide og NCIS.

Staðreyndir strax Fæddur, Ár virkur ...

Einkalíf

Craven fæddist í Port Colborne í Ontario en ólst upp í St. Catharines í Ontario.[1] Hann hefur verið giftur Sally Sutton síðan 1992 og saman eiga þau tvö börn.

Ferill

Sjónvarp

Fyrsta sjónvarpshlutverk Craven var árið 1981 í sjónvarpsmyndinni The Intruder Within. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð The Littlest Hobo, Harry, High Incident, ER, Boomtown og Justified. Craven hefur síðan 2010 verið með gestahlutverk í sjónvarpsþættinum NCIS þar sem hann leikur Clayton Jarvis, yfirmann bandaríska sjóhersins.

Kvikmyndir

Fyrsta kvikmyndahlutverk Craven var árið 1979 í Bravery in the Field. Sama ár lék hann í Meatballs sem persónan Hardware. Síðan þá hefur hann komið kvikmyndum á borð við Tin Men, K2, A Few Good Men, Crimson Tide þar sem hann lék á móti Gene Hackman, Denzel Washington, Viggo Mortensen og Rocky Carroll. Einnig hefur Craven leikið í Dragonfly, Disturbia, Public Enemies og X-Men: First Class.

Remove ads

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...
Remove ads

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads