Gene Hackman
bandarískur leikari (1930–2025) From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Eugene Allen Hackman, þekktur sem Gene Hackman, (fæddur 30. janúar 1930, dáinn ca. 18. febrúar 2025) var bandarískur kvikmyndaleikari.[1]

Hackman hlaut tvenn Óskarsverðlaun, annars vegar sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt sem Jimmy „Popeye“ Doyle í hasarspennumynd William Friedkins The French Connection (1971) og hins vegar fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt sem löggæslumaður í Unforgiven (1992). Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sín sem Buck Barrow í glæpasmyndinni Bonnie and Clyde (1967), háskólaprófessor í dramanu I Never Sang for My Father (1970), og FBI lögreglumaður í dramanu Mississippi Burning (1988).[2]
Hackman öðlaðist frekari frægð fyrir túlkun sína á Lex Luthor í Superman (1978) og framhaldinu Superman II (1980). Hann lék einnig í The Poseidon Adventure (1972), Scarecrow (1973), The Conversation (1974), A Bridge Too Far (1977), Under Fire (1983), Power (1986), Loose Cannons (1990), The Firm (1993), The Quick and the Dead (1995), The Birdcage (1996), Enemy of the State (1998), Behind Enemy Lines (2001) og Runaway Jury (2003). Hann hætti að leika eftir að hafa leikið í Welcome to Mooseport (2004).[2]
Remove ads
Andlát
Hackman fannst látinn ásamt eiginkonu sinni, Betsy Arakawa, og hundi þeirra hjóna á heimili þeirra í Santa Fe í Nýju Mexíkó þann 26. febrúar 2025.[3] Samkvæmt lögreglu sáust þau síðast á lífi um tveimur vikum áður.[4] Talið er að Arakawa hafi látist í kringum 11. febrúar af völdum hantaveirunnar og að Hackman, sem þjáðist af Alzheimer-sjúkdómnum, hafi látist viku seinna af völdum hjartasjúkdóms.[5]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Gene Hackman.
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads