Meta Golding
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Meta Golding er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Dark Blue, Day Break og Criminal Minds.
Einkalíf
Golding er af haítískum uppruna og ólst upp í Bandaríkjunum, Indlandi, Frakklandi, Ítalíu og Haítí. Golding útskrifaðist frá Cornell-háskóla með gráðu í leikhúsfræðum og alþjóðlegumsamskiptum. Golding talar ensku, frönsku og ítölsku.[1]
Ferill
Sjónvarp
Fyrsta sjónvarpshlutverk Golding var árið 1995 í Loving. Síðan þá hefur hún komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Malcolm & Eddie, Ally McBeal, Crossing Jordan, Cold Case og JAG. Árið 2006 þá var henni boðið hlutverk í Day Break sem Jennifer Mathis, sem hún lék til ársins 2007. Frá 2008-2009, þá var Golding sérstakur gestaleikari í Criminal Minds sem Jordan Todd. Golding lék í Dark Blue frá 2009-2010, sem Melissa Curtis.
Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Golding var árið 1995 í Converstations. Síðan þá hefur hún komið fram í kvikmyndum á borð við Kiss the Girls, On Edge, Surrogates og The Carrier.
Remove ads
Kvikmyndir og sjónvarp
Remove ads
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads