Metal Gear
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Metal Gear (Japanska: メタルギア Hepburn: Metaru Gia) er sería af laumuspilsleikjum eftir Hideo Kojima. Leikirnir voru búnir til og gefnir út af Konami. Fyrsti leikurinn, Metal Gear, var útgefinn 1987 fyrir MSX heimilistölvuna. Spilarinn tekur oft stjórn á sérsveitarmanni (oftast Solid Snake eða Big Boss), sem á að finna ofurvopnið, "Metal Gear", gangandi skriðdreka sem getur skotið á loft kjarnorkuvopnum.
Leikir sem eru áframhald af sögunni hafa verið gefnir út fyrir margar leikjatölvur, sem hafa lengt söguþráð upphaflega leiksins, bætt við hlutverkum bæði með og á móti Snake. Nokkrir leikir sem eru forverar sögunnar skoða upphaf Metal Gear og aðalhlutverka. Þriðji leikur seríunnar, Metal Gear Solid fyrir PlayStation, markaði umbreytingu yfir í þrívídd og vakti alþjóðlega athygli.
Serían er sögð hafa skapað og gert laumuspilsleiki[1][2][3] og leiki með kvikmyndaatriðum vinsæla.[3][4][5] Áberandi einkenni seríunnar eru kvikmyndaatriði, flóknir söguþræðir, óvenjuleg kímnigáfa sem brýtur fjórða vegginn og einstaka vísanir í cyberpunk, ójafnræði, stjórnmála og heimspekileg atriði, auk tilvísana til Hollywood kvikmynda.[6][7] Einstaka leikir hafa hlotið hrós gagnrýnenda, auk þess að fá nokkur verðlaun. Serían hefur selt 61 milljón eintök frá og með desember 2023.[8] Serían hefur einnig verið aðlöguð í önnur margmiðlunarform, eins og teiknimyndasögur, skáldsögur og drama útvarpsleikrit. Solid Snake hefur einnig komið fram í öðrum leikjum, svo sem Super Smash Bros., Ape Escape 3, LittleBigPlanet og Fortnite.
Remove ads
Leikir
Hideo Kojima bjó til upphaflega leikinn Metal Gear, sem var útgefinn í Japan og Evrópu 1987 fyrir MSX2 heimilistölvuna. [9] Annar hópur bjó til mjög breytta Nintendo Entertainment System (NES) útgáfu af leiknum sem var útgefin í Japan 22. desember 1987, Norður-Ameríku í júní 1988 og Evrópu og Ástralíu einhvern tímann árið 1989.[10] Konami framleiddi framhald fyrir NES, Snake's Revenge, aftur án Kojima, sem var útgefin í Norður-Ameríku og Evrópu 1990. Einn af hönnuðum leiksins kynntist Kojima og bað hann um að búa til „alvöru framhald af Metal Gear“. Til að bregðast við því byrjaði Kojima á Metal Gear 2: Solid Snake, sem kom út í Japan 1990 fyrir MSX2. [11] [12]
Eftir að þróun Metal Gear 2 lauk, vann Kojima að öðrum verkefnum áður en hann leikstýrði þriðja Metal Gear leiknum sínum, Metal Gear Solid, fyrir PlayStation. Hann var þróaður frá 1994 og frumsýndur á Tokyo leikjasýningunni 1996, [13] áður en hann kom út 1998. [14] [15] Velgengni Metal Gear Solid leiddi af sér röð framhaldsleikja, forvera leikja, leikja utan meginsöguþráðs og endurgerðum fyrir Microsoft Windows, Game Boy Color, PlayStation 2, Xbox, GameCube, PlayStation 3, PlayStation Portable, PlayStation Vita, Xbox 360, Nintendo 3DS, PlayStation 4 og Xbox One. Metal Gear Solid var fylgt eftir með framhaldinu Metal Gear Solid 2: Sons of Liberty sem kom út í nóvember 2001 fyrir PlayStation 2. Endurgerð af upprunalega Metal Gear Solid sem heitir Metal Gear Solid: The Twin Snakes var gefin út fyrir Nintendo GameCube snemma árs 2004. [16] Seinna sama árs kom þriðji titillinn, Metal Gear Solid 3: Snake Eater, út á PlayStation 2. Þetta er fyrsti forvera leikurinn sem gerist á undan öllum áður útgefnum Metal Gear leikjum og virkaði sem uppruni seríunnar. [17] [18] Þessum leikjum var fylgt eftir með framhaldi af Snake Eater, Metal Gear Solid: Portable Ops, sem kom út á PlayStation Portable 2006. [19] [20] Aðalsöguþræði seríunnar lauk í Metal Gear Solid 4: Guns of the Patriots fyrir PlayStation 3 árið 2008. [21] [22] Leikurinn var með fjöldaspilunar leik utan meginsöguþráðs sem heitir Metal Gear Online . [23]
Remove ads
Sögusvið
Í heimi Metal Gear, þá byrjaði sagan að beytast frá raunveruleikanum í seinni heimstyjöld, með hina skálduðu Cobra deild, leidd af The Boss, sem lék lykilhlutverki í ósigri Öxulveldana. Klónun, gervigreind og róbotar 1970 eru þróaðri.[24] Ellevu leikir aðalsögu raðar Metal Gear leikjanna hafa sögusvið sem nær yfir fimm áratugi, frá Kalda stríðinu til nálægrar framtíðar. Big Boss er helsta persóna sögu raðarinnar og af 11 leikjum meginsögu leikjana eru fimm sem einblína á sögu hans. Sagan byrjar áratugum fyrir viðburði upphafslega Metal Gear leiksins. Hinsvegar, er Solid Snake samt sýndur sem meginpersóna raðarinnar þar sem forverarnir búa til samhengi fyrir hlutverk hans og andstæðu hans við föður sinn.
Remove ads
Tilvísanir
Heimildir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads