Michael Palin
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Sir Michael Edward Palin (fæddur 5. maí 1943 í Ranmoor, Sheffield) er enskur gamanleikari, rithöfundur og sjónvarpskynnir. Hann var meðlimur enska grínhópsins Monty Python. Frá 1980 hefur hann gert fjölda heimildamynda og bóka um ferðalög sín um heiminn. Hann hefur einnig leikið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Palin hlaut BAFTA-verðlaun fyrir leik í aukahlutverki í kvikmyndinni Fiskurinn Wanda (1988).[1] Hann var sleginn til riddara árið 2019 fyrir framlag sitt til ferðamála, menningar og landafræði.[2]

Palin hóf feril sinn á 7. áratug 20. aldar í gamanþáttum í sjónvarpi á borð við Ken Dodd Show, The Frost Report og Do Not Adjust Your Set. Hann tók þátt í Monty Python's Flying Circus (1969-1974), ásamt John Cleese, Eric Idle, Terry Gilliam, Terry Jones og Graham Chapman, þar sem hann lék í mörgum af frægustu sketsum hópsins. Eftir Python héldu Palin og Terry Jones áfram samstarfi sínu í þáttunum Ripping Yarns 1976-1979.[3]
Palin tók þátt í gerð kvikmynda Monty Python-hópsins; Monty Python og heilagi kaleikurinn (1975), Ævi Brians (1979) og Tilgangur lífsins (1983). Aðrar myndir sem hann hefur leikið í eru meðal annars Jabberwocky (1977), Tímaflakkararnir (1981), Trúboðinn (1982), Sjálfsbjargarviðleitni (1984), Brazil (1985), Kostuleg kvikindi (1987), og Dauði Stalíns (2017).
Remove ads
Ferðabækur og þættir
- Around the World in 80 Days (1989)
- Pole to Pole (1992)
- Full Circle (1997)
- Michael Palin's Hemingway Adventure (1999)
- Sahara (2002)
- Himalaya (2004)
- Ný Evrópa með augum Palins (2007)
- Brazil (2012)
- North Korea Journal (2019)
- Into Iraq (2022)
- Michael Palin in Nigeria (2024)
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads