Michael Shanks
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Michael Shanks (fæddur Michael Garrett Shanks, 15. desember 1970) er kanadískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Dr. Daniel Jackson í Stargate seríunum.
Remove ads
Einkalíf
Shanks fæddist í Vancouver, Bresku Kólumbíu en ólst upp í Kamloops, Bresku Kólumbíu.[1] Eftir að hafa útskrifast með BFA í leiklist frá University of British Columbia árið 1994, kom hann fram í leikfærslum og var með lærlingsstöðu við Stratford Festival í tvö ár.[2]
Shanks hefur verið giftur Lexa Doig síðan 2003 og saman eiga þau tvö börn. Fyrir átti hann dóttur með Vaitiare Bandera.
Ferill
Leikhús
Shanks hefur komið fram í leikritum á borð við Hamlet, Macbeth, Loot, Wait Until Dark og King Lear.
Sjónvarp
Fyrsta sjónvarpshlutverk Shanks var árið 1993 í Highlander. Hefur hann komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við University Hospital, The Outer Limits, The Twilight Zone, Andromeda, CSI: Miami, Burn Notice, Smallville og Flashpoint.
Shanks er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Dr. Daniel Jackson sem hann lék í Stargate SG-1 frá 1997 – 2007. Lék hann einnig persónu sína í Stargate: Atlantis og SGU Stargate Universe. Leikstýrði hann einum þætti og skrifaði handritið að þrem þáttum í Stargate SG-1 seríunni.
Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Shanks var árið 2000 í The Artist´s Circle. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Suspicious River, Arctic Blast, Tactical Force og Belyy tigr.
Remove ads
Kvikmyndir og sjónvarp
Remove ads
Leikhús
|
|
Remove ads
Verðlaun og tilnefningar
Academy of Science Fiction, Fantasy & Horror Films-verðlaunin
- 2005: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Stargate SG-1.
- 2004: Tilnefndur sem besti leikari í sjónvarpsseríu fyrir Stargate SG-1.
- 2001: Tilnefndur sem besti leikari í sjónvarpi fyrir Stargate SG-1.
Leo-verðlaunin
- 2010: Tilnefndur sem besti leikari í gestahlutverki í dramaseríu fyrir Sanctuary.
- 2009: Verðlaun sem besti leikari í dramamynd fyrir Stargate: Continuum.
- 2005: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir Stargate SG-1.
- 2004: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu fyrir Stargate SG-1.
- 2003: Tilnefndur sem besti leikari í gestahlutverki fyrir Stargate SG-1.
- 2000: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir Stargate SG-1.
Remove ads
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads