Michele Roosevelt Edwards
Bandarísk athafnakona From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Michele Roosevelt Edwards (áður kölluð Michele Ballarin[1] og einnig þekkt undir nöfnunum Michele Lynn Golden og Michele Lynn Golden-Ballarin[2]) er bandarísk athafnakona og stjórnmálakona úr Repúblikanaflokknum. Hún er þekkt fyrir frásagnir sínar af því að hafa átt viðræður við sjóræningja í Sómalíu, tilraunir hennar til að endurreisa íslenska flugfélagið WOW air og útbreiðslu hennar á samsæriskenningunni „Italygate“ um bandarísku forsetakosningarnar 2020.
Remove ads
Einkahagir
Edwards gekk í Háskólann í Vestur-Virginíu.[3] Á námsárum sínum þar kynntist hún fasteignasalanum Edward Golden, sem var 35 árum eldri en hún. Þau giftust brátt og eignuðust son árið 1981, þegar Ballarin var 26 ára gömul.[3]
Undir nafninu Michele Golden varð hún virk í Repúblikanaflokknum og í stjórnmálum Vestur-Virginíu. Árið 1984 var hún tekin til greina sem efni í utanríkisráðherra fylkisins. Árið 1986 vann hún forval Repúblikanaflokksins fyrir þingkosningar í 2. kjördæmi Vestur-Virginíu á fulltrúadeild Bandaríkjaþings en tapaði kosningunum fyrur sitjandi þingmanni Demókrata, Harley O. Staggers Jr.[4][1]
Eftir misheppnað þingframboð hennar einbeitti Edwards sér að því að sauma barnaföt. Hún sagðist vilja verða þekkt sem „Coco Chanel barnaklæðaiðnaðarins“.[3]
Á tíunda áratugnum varð Edwards einstæð móðir og vann sem aðstoðarmaður fyrir tannréttingalækni.[3]
Eftir dauða fyrsta eiginmanns hennar giftist Edwards Iginio Ballarin, sem The Washington Post lýsti árið 2013 sem gömlum rekstrarstjóra hjá veitingahúsinu 21 Club í New York.[5][3] Hjónin áttu fasteign í Markham í Virginíu undir nafninu Wolf's Crag.[1] Árið 1997 voru Ballarin-hjónin nefnd í broddborgaratali Social Register í Washington, D.C. sem kunnir áhrifavaldar innan Repúblikanaflokksins.[3]
Ballarin er skráður kjósandi Repúblikanaflokksins í Palm Beach í Flórída.[1]
Árið 2020 veitti Edwards íslenska fréttaþættinum Kveik viðtal í sveitasetrinu North Wales í Virginíu.[6] Edwards sagði viðmælendunum að hún ætti heima í setrinu. Samkvæmt frétt The Washington Post var setrið hins vegar skráð á sölu og eigandi þess hafði ekki gefið Edwards, sem er skráður fasteignasali, leyfi til að nota setrið eða búa þar.[1]
Remove ads
Viðskipti og stjórnmál
Edwards hefur átt hlut að fjölda viðskiptaverkefna.[5] Hún á fjárfestingafyrirtæki fyrir verslanir sem heitir Cambridge Management Services.[7]
Edwards er leiðtogi fyrirtækisins Select Armor, Inc. Fyrirtækið seldi varnarbrynjur snemma á fyrsta áratugi 21. aldar en hóf síðan starfsemi sem málaliðafyrirtæki í anda Blackwater-félagsins. Mikið af viðskiptum Edwards tengdust Sómalíu en hún neitaði þó að nokkur tengsl væru milli Select Armor og Sómalíu. Á vefsíðu fyrirtækisins var Edwards skráð sem „forseti og framkvæmdastjóri“ Select Armor, sem væri „fyrirtæki í kveneigu“. Í viðtali við Voice of America árið 2010 neitaði Edwards því hins vegar að hún væri framkvæmdastjóri félagsins.[3][7][2][8][9][10]
Remove ads
Sómalía
Edwards hefur verið virk í sómölskum stjórnmálum og mannúðarmálum frá árinu 2002. Hún hefur sagt að hópur sómalskættaðra Bandaríkjamanna hafi vakið athygli hennar á landinu. Á ferðum sínum til Sómalíu lýsti hún sjálfri sér sem eiganda Lipizzan-hesta og flaggaði öðrum merkjum um auðæfi sín, meðal annars Louis Vuitton-handtöskum og klæðnaði frá Gucci og Armani. Sómalir gáfu henni gælunafnið „Amira“, sem þýðir prinsessa.[11][5][3][2]
Viðskipti og málaliðastarfsemi
Árið 2006 virðist Edwards hafa reynt að stýra leynilegum hernaðaraðgerðum í Sómalíu.[12] Árið 2007 auglýsti hún félag sitt, Gulf Security Group, og tilkynnti bandarísku leyniþjónustunni að félagið hefði það eina markmið að berjast gegn hryðjuverkastarfsemi við horn Afríku. Hún tjáði CIA jafnframt að Gulf Security myndi „inna af hendi verkefni án þess að skilja eftir fingraför, fótspor eða fána“ og þannig gera Bandaríkjunum kleift að afneita öllum tengslum við starfsemina. CIA svaraði tilboði Edwards þannig að leyniþjónustan „[hefði] ekki áhuga á óumbeðnu tilboði þínu og heimilar þér ekki að vinna nein verkefni í sínu umboði.“[5][3]
Árið 2008 kynnti Edwards málaliðafyrirtækið BlackStar ásamt fyrrum njósnaranum Perry Davis fyrir aðgerðaáætlun Bandaríkjahers gegn hryðjuverkum. Hún sagðist ætla að „laga Sómalíu“. BlackStar hlaut samning upp á 200.000 Bandaríkjadali til að hefja störf sín en samningnum var síðar rift vegna vanefnda.[5][2][3]
Edwards stakk einnig upp á verkefni undir nafninu Archangel.[5] Hún sagði að félagið ætti að starfa á vegum CIA.[3]
Árið 2010 hafnaði Edwards því að hún hefði átt hlut að máli í málaliðastörfum eða leynilegum hernaðaraðgerðum.[13]
Sjórán
Michele Edwards vann sem samningamaður fyrir úkraínska skipaflutningafélagið MV Faina þegar sómalskir sjóræningjar tóku skip þeirra í gíslingu á fyrsta áratugi 21. aldar. Úkraínumenn sendu kvörtun (sem síðar var birt af WikiLeaks) til Hillary Clinton, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og sögðu að Edwards hefði „alls ekkert samningsumboð frá eiganda skipsins“. Edwards stærði sig á þessum tíma af því að hún hygðist semja um lausn allra sautján skipanna sem sjóræningjarnir höfðu tekið haldi. Þrátt fyrir þetta var að endingu leyst úr málinu án aðkomu hennar.[5][11][1][14][8]
Edwards samdi einnig við sjóræningja fyrir hönd MV Sirius Star.[14]
Árið 2010 sagði Edwards að hún hefði tekið þátt í að semja um lausn bresku hjónanna Pauls og Rachel Chandler, sem sómalskir sjóræningjar höfðu rænt af lystisnekkju þeirra. Edwards sagðist jafnframt eiga heiðurinn af lausn þeirra árið 2013.[3]
Organic Solutions
Árið 2010 varð Edwards talskona verkefnisins „The Organic Solutions“ eða ORGSOL, sem átti að standa fyrir þróunarverslun í Sómalíu. Verkefnið gekk meðal annars út á fyrirhugaða stofnun banka og flugfélags. Ásamt Sharif Sheikh Ahmed stofnaði Edwards Oasis-vonarstofnunina svokölluðu. Edwards sagðist hafa fjárfest milljónir Bandaríkjadala í rannsóknum og þróun á vegum verkefnisins.[2][3][15][16]
Verkefnið rann að endingu út í sandinn þrátt fyrir að hafa hlotið velþóknun bæði bandaríska varnarmálaráðuneytisins og leyniþjónustunnar.[3]
Að sögn öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna létu sómalskir embættismenn handtaka Edwards árið 2010 og ráku hana síðan frá Sómalílandi.[17]
Remove ads
USAerospace
Michele Ballarin er framkvæmdastjóri USAerospace Partners (eða USAerospace Associates), sem tilkynnti sumarið 2019 að það hygðist kaupa þrotabú gjaldþrota íslenska flugfélagsins WOW air og halda áfram rekstri þess í október sama ár.[18][1] Í september árið 2019 var kaupum Ballarin hins vegar hafnað vegna greiðsludráttar.[19] Kaup hennar á 160 flugvélasætum, 500 þjónustuvögnum og vörumerkjum WOW air voru staðfest en starfsemi félagsins hélt ekki áfram líkt og til stóð.
Einu ári síðar gerði félag Ballarin yfirtökutilboð upp á sjö milljarða Bandaríkjadollara í flugfélagið Icelandair en kaupum hennar var hafnað þar sem ekki var hægt að staðfesta að hún hefði fjármagn á bak við sig fyrir kaupunum.[6]
Í viðtali við Ríkisútvarpið í nóvember 2020 sagði Michele Roosevelt Edwards að WOW hefði gengið frá leigu á tíu Airbus A320-farþegaflugvélum, að tvær þeirra hefðu þegar verið málaðar í einkennislitum félagsins og að flug milli Keflavíkurflugvallar og Bandaríkjanna myndu hefjast árið 2021. Hún gat ekki fært fram sannanir á þessum staðhæfingum og stjórnir flugvallana sem hún nefndi sem mögulega áfangastaði neituðu því að hafa átt í samskiptum við fyrirtæki hennar.[6] Í viðtalinu sagði Roosevelt Edwards að hún væri að hefja samstarf við stórfyrirtæki á opinberum markaði, sem stangaðist á við fyrri staðhæfingu hennar um að flugfélagið væri „fullfjármagnað“ í september 2019.[6]
Árið 2020 tilkynnti félag Edwards áætlanir um að kaupa ítalska flugfélagið Alitalia fyrir 1,5 milljarða Bandaríkjadala.[1] Roosevelt Edwards sagði að kaupin væru samkvæmt tilboði ítölsku ríkisstjórnarinnar en í tilkynningum sínum um endurbætur á Alitalia hefur stjórn Ítalíu ekki minnst á þátttöku USAerospace eða WOW air.[6]
Remove ads
Italygate
Eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2020, þar sem Repúblikaninn Donald Trump tapaði á móti Demókratanum Joe Biden, tók USAerospace þátt í að breiða út samsæriskenningu undir nafninu „Italygate“. Kenningin er ein af fjölmörgum kenningum úr hugarheimi QAnon-hreyfingarinnar sem snúast um að Trump hafi í raun unnið kosningarnar og Biden hafi haft rangt við. Gengur hún út á að fjarskiptabúnaður í bandaríska sendiráðinu í Róm hafi verið notaður til að breyta atkvæðum fyrir Trump í atkvæði fyrir Biden.[20] Lýsigögn um söguna staðfesta að Edwards tók þátt í að breiða út kenninguna.[11][1]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads