Moon Jae-in

12. forseti Suður-Kóreu From Wikipedia, the free encyclopedia

Moon Jae-in
Remove ads

Moon Jae-in (kóreska: 문재인) (f. 24. janúar 1953) er fyrrverandi forseti Suður-Kóreu.[1] Hann var kjörinn forseti árið 2017 eftir að forvera hans, Park Geun-hye, var vikið úr embætti.

Staðreyndir strax Forseti Suður-Kóreu, Forsætisráðherra ...

Moon er fyrrverandi aðgerðasinni og mannréttindalögfræðingur og hafði verið aðalforsetaritari þáverandi forseta Suður-Kóreu, Roh Moo-hyun.[2] Moon var eitt sinn leiðtogi kóreska Demókrataflokksins og sat á þingi fyrir flokkinn frá 2012 til 2016. Hann var frambjóðandi sameinaða Lýðræðisflokksins í forsetakosningum ársins 2012 en tapaði þar naumlega fyrir Park Geun-hye.

Sem forseti beitti Moon sér fyrir því að tryggja frið á Kóreuskaga og bæta samskipti við Norður-Kóreu. Árið 2018 varð Moon fyrsti leiðtogi Suður-Kóreumanna í rúman áratug[3] til að funda með leiðtoga Norður-Kóreu þegar hann hitti Kim Jong-un. Á fundi þeirra þann 27. apríl sammældust leiðtogarnir um að stefna á að binda formlegan enda á Kóreustríðið og fjarlægja kjarnorkuvopn af Kóreuskaga.[4]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads