Namco

From Wikipedia, the free encyclopedia

Namco
Remove ads

Namco (japanska: 株式会社ナムコ Kabushiki Kaisha Namuko) var japanskt fyrirtæki sem er þekktast fyrir þróun og útgáfu tölvuleikja. Í september 2005 sameinaðist það leikfangafyrirtækinu Bandai og myndaði Namco Bandai Games. Árið 2006 var Namco leyst upp í reynd og starfsemin sameinuð starfsemi Bandai.[1][2][3][4]

Thumb
Höfuðstöðvar Namco í Ōta í Tókýó. Húsið var rifið árið 2017.

Vörumerkið Namco var síðan endurreist utanum rekstur spilasala og skemmtigarða fyrirtækisins. Árið 2021 ákvað fyrirtækið að draga sig út úr rekstri spilasala í Bandaríkjunum.[5]

Namco er frægast fyrir að hafa þróað nokkra af þekktustu sígildu tölvuleikjum spilasalanna eins og Galaxian (1979), Pac-Man (1980), Galaga (1981) og Dig Dug (1982).

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads