Nansen-verðlaunin

From Wikipedia, the free encyclopedia

Nansen-verðlaunin
Remove ads

Nansen-flóttamannaverðlaunin eru verðlaun sem veitt eru árlega af framkvæmdastjóra Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Verðlaunin renna í skaut einstaklings, hóps eða stofnunar sem hafa unnið framúrskarandi störf í þágu flóttamanna eða fólks án ríkisfangs. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1954.[1]

Staðreyndir strax Veitt fyrir, Staðsetning ...
Remove ads

Bakgrunnur

Nansen-verðlaunin eru nefnd eftir norska landkönnuðinum, stjórnmálamanninum og Nóbelsverðlaunahafanum Fridtjof Nansen. Sem fyrsti flóttamannafulltrúi Þjóðabandalagsins lyfti Nansen grettistaki við að vekja athygli á málefnum fólks sem hafði hrakist á vergang.

Verðlaunin samanstanda af verðlaunapeningi og 100.000 Bandaríkjadala peningaverðlaunum sem greidd eru af ríkisstjórnum Noregs og Sviss. Fénu er ætlað að styðja verkefni að vali verðlaunahafans í samstarfi við flóttamannastofnunina til að hjálpa flóttafólki.

Auk ríkisstjórna Sviss og Noregs styðja Norska flóttamannaráðið og IKEA-stofnunin veitingu Nansen-verðlaunanna.[2]

Remove ads

Verðlaunaathöfnin

Nansen-verðlaunin eru veitt við hátíðlega athöfn á hverju ári í Genf í Sviss, „mannúðarhöfuðborg heimsins“.[3] Athöfnin er haldin í byggingunni Bâtiment des Forces Motrice samhliða árlegum fundum framkvæmdanefndar Flóttamannastofnunarinnar.[4]

Nansen-pallborðsumræðurnar

Árið 2011 starfaði Flóttamannastofnunin ásamt Genfarháskóla og stofnununum Foundation Pour Genève og Académie de droit international humanitaire et droits humains à Genève (ADH) við að skipuleggja fyrstu Nansen-pallborðsumræðurnar. Umræðurnar eru nú árlegur viðburður og laða til sín mikill hluta fræðasamfélagsins í Genf auk fjölmiðla og flóttamannahópa.

Árið 2012 báru pallborðsumræðurnar heitið „Les femmes et la reconstruction de la Somalie: du trouble à l'espoir“ („Konur og endurbygging Sómalíu: Frá öngþveiti til vonar“). Meðal gestanna voru friðarverðlaunahafinn Leymah Gbowee; Elisabeth Rasmusson, aðalritari Norska flóttamannaráðsins; og Barbara Hendricks, heiðursvelgjörðarsendiherra hjá Flóttamannastofnuninni.[5]

Tilnefningar

Þeir sem helst eru tilnefndir til verðlaunanna eru þeir sem hafa gengið lengra en skyldan bar, sem hafa sýnt fram á dirfsku og þrautsegju og hafa persónulega, verulega og á beinan hátt hjálpað fólki sem hefur verið hrakið á vergang.

Tilnefningar til verðlaunanna fara í gegnum heimasíðu Nansen-verðlaunanna. Núverandi eða fyrrverandi starfsmenn Flóttamannastofnunarinnar geta ekki hlotið verðlaunin. Mælt er gegn því að fólk tilnefni sjálft sig eða samstarfsmenn sína.[6]

Remove ads

Listi yfir verðlaunahafa

Thumb
Próf. Aqeela Asifi árið 2015
  • 1954: Eleanor Roosevelt (Bandaríkin)
  • 1955: Júlíana drottning (Holland)
  • 1956: Dorothy D. Houghton (Bandaríkin) og Gerrit Jan van Heuven Goedhart (eftir dauða sinn) (Holland)
  • 1957: Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans
  • 1958: David Hoggett (Bretland) og Pierre Jacobsen (eftir dauða sinn) (Frakkland)
  • 1959: Oskar Helmer (Austurríki)
  • 1960: Christopher Chataway, Colin Jones, Trevor Philpott og Timothy Raison (Bretland)
  • 1961: Ólafur 5. (Noregur)
  • 1962: Tasman Heyes (Ástralía)
  • 1963: Alþjóðaráð sjálfboðastofnana
  • 1964: May Curwen (Bretland), François Preziosi (eftir dauða sinn) (Ítalía) og Jean Plicque (eftir dauða sinn) (Frakkland)
  • 1965: Lucie Chevalley (Frakkland), Ana Rosa Schlieper de Martínez Guerrero (eftir dauða sinn) (Argentína)
  • 1966: Jørgen Nørredam (eftir dauða sinn) (Danmörk)
  • 1967: Bernharður Hollandsprins (Holland)
  • 1968: Bernard Arcens (Senegal) og Charles H. Jordan (eftir dauða sinn) (Bandaríkin)
  • 1969: Princep Shah prinsessa (Nepal)
  • 1971: Louise W. Holborn (Bandaríkin)
  • 1972: Svana Friðriksdóttir (Ísland)
  • 1974: Helmut Frenz (Chile)
  • 1975: James J. Norris (Bandaríkin)
  • 1976: Olav Hodne (Noregur) og Marie-Louise Bertschinger (eftir dauða sinn) (Sviss)
  • 1977: Rauði hálfmáninn í Malasíu (Malasía)
  • 1978: Seretse Khama (Botsvana)
  • 1979: Valéry Giscard d'Estaing (Frakkland)
  • 1980: Maryluz Schloeter Paredes (Venesúela)
  • 1981: Paul Cullen (Ástralía)
  • 1982: Sonja krónprinsessa (Noregur)
  • 1983: Mwalimu Julius Kambarage Nyerere (Tansanía)
  • 1984: Lewis M. Hiller, Jeff Kass og Gregg Turay (Bandaríkin)
  • 1985: Paulo Evaristo Arns (Brasilía)
  • 1986: „Kanadíska þjóðin“ (landstjórinn Jeanne Sauvé veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd Elísabetar 2., drottningar Kanada)
  • 1987: Jóhann Karl 1. (Spánn)
  • 1988: Syed Munir Husain (Pakistan)
  • 1989: Daisaku Ikeda (Japan)
  • 1991: Paul Weis (eftir dauða sinn) (Austurríki) og Libertina Appolus Amathila (Namibía)
  • 1992: Richard von Weizsäcker (Þýskaland)
  • 1993: Læknar án landamæra
  • 1995: Graça Machel (Mósambík)
  • 1996: Alþjóðasamtök fatlaðra
  • 1997: Joannes Klas (Bandaríkin)
  • 1998: Mustafa Abdülcemil Qırımoğlu (Úkraína)
  • 2000: Jelena Silajdzic (Bosnía og Hersegóvína), Abune Paulos (Eþíópía), Lao Mong Hay (Kambódía), Miguel Angel Estrella (Argentína) og sjálfboðaliðar Sameinuðu þjóðanna
  • 2001: Luciano Pavarotti (Ítalía)
  • 2002: Arne Rinnan (Noregur), áhöfn MV Tampa og Wallenius Wilhelmsen ASA
  • 2003: Annalena Tonelli, (Ítalía)
  • 2004: Memorial (Rússland)
  • 2005: Marguerite Barankitse (Búrúndí)
  • 2006: Akio Kanai (Japan)
  • 2007: Katrine Camilleri (Malta)
  • 2008: Chris Clark (Bretland) og líbanskir og alþjóðlegir starfsmenn í jarðsprengjuáætlun í suðurhluta Líbanons.
  • 2009: Edward Kennedy (Bandaríkin)
  • 2010: Alixandra Fazzina (Bretland)
  • 2011: Society for Humanitarian Solidarity (Jemen)
  • 2012: Hawa Aden Mohamed (Sómalía) fyrir störf hennar með Galkayo-menntamiðstöðinni[7]
  • 2013: Angélique Namaika (Lýðstjórnarlýðveldið Kongó)[8]
  • 2014: Red Mariposas de Alas Nuevas Construyendo Futuro - kólumbísk kvenréttindahreyfing sem hjálpar fólki sem hefur hrakist að heiman og orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.
  • 2015: Aqeela Asifi (Pakistan) - Flóttakona frá Afganistan sem hjálpar stúlkum á vergangi að öðlast menntum
  • 2016: Grískir sjálfboðaliðar í Hellenísku björgunarsveitinni[9] og Efi Latsoudi úr PIKPA-þorpinu fyrir sjálfboðastarf þeirra í þágu flóttamanna sem komu til Grikklands á tíma evrópska flóttamannavandans.[10]
  • 2017: Zannah Mustapha, Nígería[11]
  • 2018: Evan Atar Adaha (Suður-Súdan)[12][13]
  • 2019: Azizbek Ashurov (Kirgistan)[14]
  • 2020: Mayerlín Vergara Pérez (Kólumbía)
  • 2021: Jeel Albena-samtökin fyrir mannúðarþróun (Jemen)
  • 2022: Angela Merkel (Þýskaland)
  • 2024: Rosita Milesi (Brasilía)
Remove ads

Heimildir

  • Merheb, Nada. The Nansen Refugee Award. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Genf 2002.

Tilvísanir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads