Nicolae Ceaușescu
Rúmenskur kommúnistaleiðtogi og einræðisherra (1967-1989) From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Nicolae Ceaușescu (26. janúar 1918 – 25. desember 1989) var forseti Rúmeníu frá 1967 til 1989 og aðalritari rúmenska kommúnistaflokksins frá 1965 til 1989.
Ceaușescu var virkur í kommúnistaflokknum frá unga aldri og komst upp raðir flokksins þegar Gheorghe Gheorghiu-Dej réð þar ríkjum. Eftir andlát Gheorghiu-Dej tók Ceaușescu við taumunum. Hann varð með tímanum að æ meiri harðstjóra og stjórnaði fjölmiðlum og málfrelsi. Leynilögregla hans Securitate var með þeim harðskeyttari í heiminum. Á 9. áratugnum skipaði Ceaușescu að úflutningur á landbúnaðar- og iðnaðarvörum yrði aukinn til að stemma stigu við erlendar skuldir. Í kjölfarið varð mikill skortur á mat, eldsneyti, lyfjum og öðrum nauðsynjavörum og megn óánægja varð með stjórn hans.
Árið 1989 skipaði Ceaușescu öryggissveitum að skjóta á mótmælendur í borginni Timișoara en mótmælin breiddust út til höfðuðborgarinnar Búkarest í því sem kallaðist Rúmenska byltingin. Þar létust um 1000 manns.[1] Þegar átökin og mótmælin mögnuðust flýðu Ceaușescu og kona hans, Elena, í þyrlu frá forsetahöllinni. Síðar náðust þau og hlutu þau skjóta afgreiðslu herdómstóls og voru dæmd fyrir þjóðarmorð. Aftökusveit tók þau af lífi.
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads