Norðurland vestra
landshluti á Íslandi From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Norðurland vestra er hérað sem nær yfir vesturhluta Norðurlands. Það var upphaflega skilgreint sem eitt af átta kjördæmum Íslands árið 1959 og náði yfir Vestur-Húnavatnssýslu, Austur-Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu ásamt með kaupstöðunum Sauðárkróki og Siglufirði. Með breyttri kjördæmaskipan sem fyrst var kosið eftir 2003 var Norðurlandskjördæmi vestra sameinað Vesturlandskjördæmi og Vestfjarðakjördæmi til að mynda Norðvesturkjördæmi.
1992 var Héraðsdómur Norðurlands vestra stofnaður með aðsetur á Sauðárkróki.
Norðurland vestra er eitt af átta héruðum sem Hagstofa Íslands notar við framsetningu á ýmsum talnagögnum, t.d. um íbúafjölda. Árið 2007 minnkaði héraðið þegar Siglufjörður sameinaðist Ólafsfirði. Sameinað sveitarfélag þeirra, Fjallabyggð, telst nú til Norðurlands eystra. Að sama skapi stækkaði það til vesturs árið 2012 þegar Bæjarhreppur á Ströndum sameinaðist Húnaþingi vestra, en hann taldist áður til Vestfjarða.
Fjölmennasti bærinn er Sauðárkrókur. Aðrir stærri bæir eru Blönduós, Hvammstangi og Skagaströnd.
Remove ads
Sveitarfélög
Remove ads
Mannfjöldi
Íbúar voru 7.355 manns árið 2025.[2]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads