OpenAI
From Wikipedia, the free encyclopedia
OpenAI er bandarískt gervigreindarfyrirtæki stofnað í desember 2015 og með höfuðstöðvar í San Francisco, Kaliforníu. Markmið fyrirtækisins er að þróa „örugga og gagnlega“ alhliða gervigreind, sem það skilgreinir sem „sterklega sjálfstýrð kerfi sem skara fram úr mönnum í flestum fjárhagslega hagkvæmum störfum“.[1] OpenAI er leiðandi fyrirtæki í gervigreindarbyltingunni sem nú stendur yfir,[2] og er þekkt fyrir GPT-kynslóð risamállíkana, DALL-E-kynslóðina sem býr til myndir úr textalýsingu, og myndbandsgerðartæknina Sora.[3][4] Útgáfa ChatGPT í nóvember 2022 vakti almennan áhuga á sköpunargreind.
OpenAI | |
![]() | |
Rekstrarform | Einkarekið |
---|---|
Stofnað | 11. desember 2015 |
Staðsetning | San Francisco, Kaliforníu |
Lykilpersónur | Bret Taylor (stjórnarformaður), Sam Altman (forstjóri), Greg Brockman (formaður), Mira Murati (tæknistjóri) |
Starfsemi | Gervigreind |
Vefsíða | openai.com |
Árið 2023 og 2024 stóð OpenAI í margvíslegum málaferlum vegna meintra brota á höfundarétti gegn fjölmiðlafyrirtækjum, þar sem OpenAI hafði nýtt efni fyrirtækjanna til að þjálfa vörur þess.[5] Í nóvember 2023 bolaði stjórn OpenAI forstjóranum, Sam Altman, úr stóli vegna trúnaðarbrests milli Altman og stjórnar, en skipaði hann síðan aftur í forstjórastól fimm dögum síðar eftir samkomulag sem varð til þess að hluta stjórnarinnar var skipt út.[6] Stjórn OpenAI hefur síðan ráðið Lawrence Summers, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og Paul Nakasone, fyrrverandi yfirmann Þjóðaröryggisstofnunarinnar.
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.