Pétur Guðmundsson

From Wikipedia, the free encyclopedia

Pétur Guðmundsson
Remove ads

Pétur Karl Guðmundsson, fæddur 30. október 1958 í Reykjavík, var fyrsti íslenski körfuknattleiksmaðurinn til að ganga til liðs við NBA lið. Það var árið 1981 sem hann var valinn í þriðju umferð nýliðavalsins og samdi í kjölfarið við Portland Trail Blazers. Seinna lék hann með Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs.

Staðreyndir strax Persónulegar upplýsingar, Fæðingardagur ...

Pétur, sem er 218 cm hár, var einnig atvinnumaður í Argentínu í stuttan tíma og einnig í Englandi.

Á Íslandi lék hann með Val, ÍR, Tindastóli og Breiðabliki, skoraði að meðaltali 21,7 stig í 82 leikjum. Hann lék 53 A-landsleiki, en megnið af sínum ferli var hann útilokaður frá landsliðinu samkvæmt reglum FIBA, rétt eins og aðrir atvinnumenn í íþróttinni.

Í byrjun árs 2001 var Pétur kjörinn leikmaður 20. aldarinnar í karlaflokki, og um leið leikmaður í liði aldarinnar. Pétur var tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ árið 2015.

Remove ads

Heimildir

  • Leikni framar líkamsburðum eftir Skapta Hallgrímsson, útg. Körfuknattleikssamband Íslands 2001
  • KKÍ.is

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads