Blokk (lotukerfið)
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Blokk í lotukerfinu er safn aðliggjandi flokka. Orkuríkasta rafeind hvers frumefnis í ákveðnum flokki tilheyrir alltaf sama rafeindasvigrúmi í grunnstöðu. Hver blokk er því nefnd eftir einkennandi svigrúmi frumeinda þess og heita því s-blokk, p-blokk, d-blokk, f-blokk og g-blokk, eftir því hvort orkuríkasta rafeindin er í s-svigrúmi, p-svigrúmi, d-svigrúmi, f-svigrúmi eða g-svigrúmi.

Remove ads
Einkenni
S-blokk
S-blokk lotukerfisins samanstendur af tveimur fyrstu flokkum þess: alkalímálmum og jarðalkalímálmum ásamt vetni og helíni. Í grunnstöðu allra frumefna í þessari blokk, er orkuríkasta rafeindin í s-svigrúmi. Frumefni s-blokkar eru sterkir afsýrar, fyrir utan helín sem er efnafræðilega óvirkt.
P-blokk
P-blokk lotukerfisins samanstendur af síðustu sex flokkum þess fyrir utan helín. Í grunnstöðu allra frumefna í þessari blokk, er orkuríkasta rafeindin í p-svigrúmi. P-blokkin inniheldur alla málmleysingja og málmunga ásamt nokkrum málmum.
Flokkar p-blokkar eru:
- 13 (IIIB,IIIA): Bórflokkur
- 14 (IVB,IVA): Kolefnisflokkur
- 15 (VB,VA): Niturflokkur
- 16 (VIB,VIA): Kalkógen
- 17 (VIIB,VIIA): Halógen
- 18 (hópur 0): Eðalgös
D-blokk
D-blokk lotukerfisins samanstendur af flokkum frumefna sem að í grunnstöðu hafa orkuríkustu rafeindina í d-svigrúmi. Frumefni í d-blokk eru einnig þekkt sem hliðarmálmar.
F-blokk
F-blokk lotukerfisins samanstendur af frumefnum sem í grunnstöðu hafa orkuríkustu rafeindina í f-svigrúmi. Ólíkt hinum blokkunum, fylgir hefðbundin skipting f-blokkar lotum svipaðra sætistalna frekar en flokki svipaðra rafeindasvigrúma. F-blokk hefur því að geyma lantaníð og aktiníð.
G-blokk
G-blokk lotukerfisins samanstendur af frumefnum sem í grunnstöðu hafa orkuríkustu rafeindina í g-svigrúmi. Ekki hafa ennþá fundist frumefni sem tilheyra g-blokk, en spáð hefur verið fyrir um tilvist þeirra með þrautreyndu skammtafræðilegu líkani.
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads
