Platycladus orientalis

From Wikipedia, the free encyclopedia

Platycladus orientalis
Remove ads

Platycladus orientalis[3][4][5] er sígrænt tré ættað frá norðaustur Asíu.

Staðreyndir strax Ástand stofns, Vísindaleg flokkun ...
Remove ads

Orðsifjar

Ættkvíslarheitið Platycladus þýðir "með breiða eða útflatta sprota". Seinna nafnið: orientalis vísar til að hún komi frá Kína (austurlöndum).[6]

Lýsing

Þetta er sígrænt, hægvaxta, lítið tré, um 15 – 20 m hátt og 0,5 m í þvermál (mjög gömul tré einstaka sinnum 30 m hátt og 2 m í þvermál). Smágreinar útbreiddar í einum fleti, með hreisturlík blöð 2 – 4 mm löng, sem eru skærgræn en geta orðið brún eða koparlit að vetri. Könglarnir eru 15 - 25 mm langir, grænir óþroskaðir og verða brúnir við þroska, 8 mánuðum eftir frjóvgun, og eru með 6–12 þykkar köngulskeljar í gagnstæðum pörum. Fræin eru 4 til 6 mm löng, vænglaus. Greinarnar eru tiltölulega stuttar, og yfirleitt skarpt uppsveigðar. Börkurinn er brúnleitur, í mjóum láréttum renningum.[7]

Remove ads

Útbreiðsla

Hún er ættuð frá norðvestur Kína, en erfitt er að greina í sundur svæði þar sem tegundin vex náttúrulega frá þeim sem hún hefur verið flutt til.[8][9] Hún finnst í Manchuria, austast í Rússlandi (Amur og Khabarovsk), og er nú ílend í Kóreu, Japan, Indlandi og Íran einnig. Hún er einnig ræktuð víða annarsstaðar í heiminum.[10]

Nytjar

Tegundin er þurrkþolin, og oft ræktuð til skrauts, bæði í heimalandinu, þar sem það er tengt langlífi og lífsorku, og víða annarsstaðar í tempruðu loftslagi.[11][12]

Viðurinn er notaður í hofum búddista, bæði til bygginga og sem reykelsi.

Myndir

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads