Skotalykill

From Wikipedia, the free encyclopedia

Skotalykill
Remove ads

Skotalykill (fræðiheiti Primula scotica) er blóm af ættkvísl lykla sem var fyrst lýst af William Jackson Hooker(sv).

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Tvínefni ...
Remove ads

Lýsing

Blöðin eru 1-5 sm löng og 0,4-1.5 sm breið, oddbaugótt, aflöng eða spaðalaga, heilrend eða gistennt, bogtennt, oftast mikið mélug á neðra borði. Blómstönglar um 4 sm. Blómskipunin 1-6 blóma. Krónublöð 5-8 mm, dökkpurpuralit með gult gin, sjaldan hvít, flipar öfug-hjartalaga, djúpsýld.[1] Litningafjöldi er 2n = 54

Útbreiðsla og búsvæði

Skotalykill vex eingöngu á norðurströnd Skotlands, til dæmis á Sutherland(en), Caithness og Orkneyjum. Hann er skyldastur Dofralykli (P. scandinavica) sem vex í Skandinavíu og fjarskyldari norðurslóða tegundinni Maríulykli (P. stricta).[2] Á Orkneyjum finnst hann helst í sjávarhömrum við Yesnaby.

Ræktun

Skotalykill myndar auðveldlega fræ í heimalandinu, svo auðvelt ætti vera að fá það í gegn um Prímúluklúbba[3]. Skammlíf hérlendis.[1]

Tilvísanir

Ytri tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads