Reputation

breiðskífa Taylor Swift frá 2017 From Wikipedia, the free encyclopedia

Reputation
Remove ads

Reputation (stílað í lágstöfum) er sjötta breiðskífa bandarísku söngkonunnar Taylor Swift. Hún var gefin út 10. nóvember 2017 og var þetta seinasta platan hennar með Big Machine Records.

Staðreyndir strax Breiðskífa eftir Taylor Swift, Gefin út ...

Eftir að hafa horfið úr augum almennings, samdi Swift plötuna Reputation sem svar til fjölmiðla um fréttamennskuna sem fylgdi í kjölfar útgáfu seinustu plötunnar, 1989. Swift vann mest megnið með Jack Antonoff, Max Martin, og Shellback við framleiðslu Reputation. Hún einkennist af rafpoppi og ryþmablús með eiginleikum úr hipphopp, trapp, og EDM tónlist.

Ólíkt fyrri plötum, hafði Swift ekki auglýst plötuna í gegnum viðtöl. Áður en hún gaf út plötuna hafði hún hreinsað út vefsíðuna sína og aðganga á samfélagsmiðlum sem vakti athygli. Aðal smáskífan „Look What You Made Me Do“ komst á topp vinsældalista víða um heim. Árið 2018 hóf hún tónleikaferðalagið Reputation Stadium Tour. Reputation var fjórða samfellda plata Swift til að seljast í yfir milljón eintökum í fyrstu vikunni sinni. Hún dvaldi fjórar vikur á toppi Billboard 200 og var viðurkennd sem þreföld platína. Platan komst einnig á topp vinsældalista og hlaut fjölplatínu viðurkenningu í Ástralíu, Nýja-Sjálandi, og Bretlandi.

Reputation var tilnefnd sem besta söng-popp platan (Best Pop Vocal Album) á 61. Grammy-verðlaununum árið 2019, og var á lista Slant Magazine yfir bestu plötur 2. áratugs 21. aldar.

Remove ads

Lagalisti

Nánari upplýsingar Nr., Titill ...
Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads