Richard Kind
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Richard Kind (fæddur Richard Bruce Kind, 22. nóvember 1956) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Mad About You og Spin City.
Einkalíf
Kind fæddist í Trenton, New Jersey en ólst upp í Bucks County, Pennsylvaníu. Stundaði hann nám við Northwestern-háskólann og er fyrrverandi nemandi The Second City leikhópsins í Chicago og Santa Monica.
Hefur hann verið giftur Dana Stanley síðan 1999 og saman eiga þau þrjú börn. Leikarinn George Clooney var svaramaður hans en þeir eru góðir vinir.[1]
Ferill
Leikhús
Kind hefur komið fram í leikritum á borð við The Producers, Dirty Rotten Scoundrels, An Oak Tree og Orwell That Ends Well.[2][3]
Sjónvarp
Fyrsta sjónvarpshlutverk Kind var árið 1985 í sjónvarpsmyndinni Two Father's Justice. Hefur hann komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Mr. Belvedere, 21 Jump Street, Blue Skies, Still Standing, Stargate: Atlantis, Psych og Harry's Law.
Kind hefur leikið stór gestahlutverk í A Whole New Ballgame sem Dwigh Kling, í Scrubs sem Harvey Corman, í Burn Notice sem Marv, í Curb Your Enthusiasm sem frændinn Andy og í Luck sem Joey Rathburn.
Frá 1992-1999 þá lék hann lækninn Mark Devanow í Mad About You og lék síðan eitt af aðalhlutverkunum í Spin City sem Paul Lassiter.
Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Kind var árið 1986 í Nothing in Common. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Mr. Satuday Night, Could Around the Heart, Confessions of a Dangerous Mind, Garfield, The Producers, Bílar, Bag Boy, Toy Story 3 og Bílar 2.
Remove ads
Kvikmyndir og sjónvarp
Remove ads
Leikhús
|
|
Remove ads
Verðlaun og tilnefningar
Gotham-verðlaunin
- 2009: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir A Serious Man.
Independent Spirit-verðlaunin
- 2010: Robert Altman verðlaunin fyrir A Serious Man með Ethan Coen, Joel Coen, Ellen Chenoweth, Rachel Tenner, Sari Lennick, Jessica McManus, Fred Melamed, Michael Stuhlbarg og Aaron Wolff.
Josep Jefferson-verðlaunin
- 2003: Verðlaun sem besti leikari í söngleik fyrir Bounce.
Screen Actors Guild-verðlaunin
- 1995: Tilnefndur sem besti leikhópur í grínseríu fyrir Mad About You.
Remove ads
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads