Rob Jetten
Hollenskur stjórnmálamaður From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Rob Arnoldus Adrianus Jetten (f. 25. mars 1987) er hollenskur stjórnmálamaður sem hefur verið leiðtogi Lýðræðisflokksins 66 (D66) frá ágúst 2023. Hann hefur verið þingmaður í neðri deild hollenska þingsins frá desember 2023. Hann var áður aðstoðarforsætisráðherra Hollands frá janúar 2024 til júlí 2024 og loftslags- og orkumálaráðherra frá 2022 til 2024.
Remove ads
Æska og menntun
Rob Arnoldus Adrianus Jetten fæddist 25. mars 1987 í Veguel í Norður-Brabant og ólst upp í Uden. Jetten stundaði framhaldsnám í Uden frá 1999 til 2005. Hann nam síðan við Radboud-háskóla frá 2005 til 2011 og útskrifaðist með BA- og MA-gráðu í opinberri stjórnsýslu.[1][2]
Jetten vann um skeið sem starfsnemi hjá hollenska járnbrautarfyrirtækinu ProRail og hélt síðan áfram störfum þar sem ráðgjafi og svæðisstjórnandi fyrir norðausturhluta Hollands.[3]
Remove ads
Stjórnmálaferill
Jetten hóf feril í stjórnmálum sem stefnumótunarráðgjafi þingflokks Lýðræðisflokksins 66 (D66) á efri deild hollenska þingsins og sem formaður ungliðahreyfingar flokksins. Frá 2010 til 2017 var hann jafnframt fulltrúi í borgarstjórn Nijmegen. Jetten var kjörinn á neðri deild hollenska þingsins í þingkosningum Hollands árið 2017. Hann varð síðan talsmaður flokksins í loftslags-, orku-, járnbrauta-, lýðræðisendurnýjunar- og efnahagsmálum.
Þann 9. október 2018 tók Jetten við af Alexander Pechtold sem nýr þingflokksformaður D66 á neðri þingdeildinni.[4] Hann varð þó ekki sjálfkrafa leiðtogi flokksins þar sem kjósa átti um flokksleiðtoga D66 árið 2020. Jetten var þá 31 árs og var yngsti þingflokksforingi í sögu flokksins. Eftir kjör hans gagnrýndu sumir hollenskir fjölmiðlar hann vegna reynsluleysis.[5]
Þegar Mark Rutte myndaði fjórðu ríkisstjórn sína 10. janúar 2022 varð Jetten loftslags- og orkumálaráðherra. Í ráðherratíð Jettens tilkynnti hollenska stjórnin áætlanir árið 2022 um að fjárfesta 750 milljónir evra til ársins 2031 til að gera gasfyrirtækinu Gasunie kleift að þróa vetnisflutningakerfi fyrir Holland.[6]
Þann 14. júlí 2023 lýsti Jetten yfir framboði í leiðtogakjöri Lýðræðisflokksins 66.[7] Hann tók við af Sigrid Kaag eftir að hún tilkynnti að hún myndi ekki leiða D66 í þingkosningum Hollands árið 2023 vegna áhrifa „haturs, hótana og ógna“ gegn henni á fjölskyldu hennar.[8] Jetten sneri aftur á neðri deild þingsins sem þingflokksforingi eftir kosningarnar.[9] Eftir að Kaag sagði af sér 8. janúar 2024 til að taka við embætti hjá Sameinuðu þjóðunum tók Jetten við af henni sem aðstoðarforsætisráðherra og var settur fjármálaráðherra í fjóra daga.[10][11][12] Í framkvæmd fór ríkisritarinn Marnix van Rij þó með völd fjármálaráðherra.[13]
Embættistíma Jetten sem ráðherra lauk þegar Dick Schoof myndaði ríkisstjórn sína 2. júlí 2024.[14] Þegar ríkisstjórn Schoof kynnti fjárlagafrumvarp sitt fyrir árið 2025, sem gerði ráð fyrir tveggja milljarða niðurskurði í menntamálum, myndaði Jetten svonefnt „óguðlegt bandalag“ með mið- og íhaldsflokkum í stjórnarandstöðunni. Stjórnarflokkarnir þurftu aukalegan stuðning á efri deild þingsins en D66 sleit viðræðum við þá í desember 2024, viku áður en samkomulag náðist um að hætta við 750 milljónir af niðurskurðinum.[15][16]
Eftir innrás Rússa í Úkraínu lýsti Jetten yfir stuðningi við hækkun framlaga Hollands til varnarmála úr 2% í 3% af vergri landsframleiðslu og vísaði til þess að Evrópa gæti ekki reitt sig á stuðning Bandaríkjanna í öryggismálum eftir endurkomu Donalds Trump í forsetaembætti árið 2025.[17]
Remove ads
Einkahagir
Jetten er samkynhneigður.[18] Hann tilkynnti trúlofun sína með argentínska hokkíleikmanninum Nicolás Keenan í nóvember 2024, eftir að þeir höfðu verið í sambandi í þrjú ár.[19][20]
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads
