Rob Lowe

From Wikipedia, the free encyclopedia

Rob Lowe
Remove ads

Rob Lowe (fæddur Robert Hepler Lowe , 17. mars 1964) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í The West Wing, St. Elmo's Fire, The Outsiders, Brothers & Sisters og Parks and Recreation.

Staðreyndir strax Upplýsingar, Fæddur ...
Remove ads

Einkalíf

Fjölskylda

Lowe fæddist í Charlottesville, Virginía en ólst upp í Malibu, Kaliforníu og er af þýskum, írskum,enskum, welskum og skoskum uppruna. Bróðir hans er leikarinn Chad Lowe.

Lowe stundaði nám við Santa Monica High School ásamt leikurunum Emilio Estevez, Charlie Sheen, Sean Penn, Chris Penn og Robert Downey, Jr.

Lowe giftist snyrtifræðingnum Sheryl Berkoff árið 1991 og saman eiga þau tvö börn.

Rithöfundur

Lowe gaf út ævisögu sína Stories I Only Tell My Friends í maí 2011.[1]

Kynlífshneyksli

Árið 1988 þá lenti Lowe í kynlífshneyksli eftir að myndbandi með honum og tveimur stúlkum var lekið. Önnur stúlkan var sextán ára en hin var 22 ára. Myndbandið var tekið upp kvöldið fyrir ráðstefnu demókrata árið 1988 í Atlanta. Lowe tilkynnti að hann vissi ekki að önnur stúlkan hafði verið undir aldri og var það staðfest að þau kynntust á bar.[2]

Öðrum hluta myndbandsins var einnig lekið en sá sýndi Lowe og vin hans Justin Moritt hafa samfarir við unga konu að nafni Jennifer á hótelherbergi í París. Þessi hluti af myndbandinu var seldur sem kynlífsmyndband. Hafði þetta alvarlegar afleiðingar fyrir feril og ímynd hans.[3]

Málaferli

Í apríl 2008 hóf Lowe málaferli gagnvart þremur fyrrverandi starfsmönnum sínum vegna brota á samningum og niðrandi ummæla um fjölskyldu hans.[4] Þann 19. júní 2008 þá var tveimur málsóknunum vikið frá vegna skorts á lagalegum grundvelli.[5] Málaferlunum lauk í mars 2009 eftir að þeim var vísað frá að ósk lögmanna beggja aðila.[6]

Góðgerðarmál

Lowe var fyrsti karlkyns forsvarsmaður fyrir Lee National Denim Day fjáröflunarsamkomuna árið 2000 en hún aflar fjármagni fyrir rannsóknir á brjóstakrabbameini og kennslu. Bæði amma og langammma hans voru greindar með brjóstakrabbamein og móðir hans lést úr sjúkdómnum árið 2003.

Lowe er stofnandi Homeowner's Defense Fund, sjálfseignarstofnun sem ætlað er að aðstoða skipulagningu landsvæða í Santa Barbara sýslunni og gagnsæis hjá stjórnvöldum.[7]

Remove ads

Ferill

Leikhús

Lowe kom fram í leikritinu A Little Hotel on the Side árið 1992.

Sjónvarp

Fyrsta sjónvarpshlutverk Lowe var árið 1979 í A New Kind of Family þar sem hann lék Tony Flanagan til ársins 1980.

Á árunum 2003 – 2006 lék Lowe aðahlutverkið í þremur þáttum sem lifðu stutt, The Lyon's Den sem John „Jack“ Turner, Beach Girls sem Jack Kilvert og Dr. Vegas sem dr. Billy Grant.

Lowe lék eitt af aðalhlutverkunum í The West Wing sem Sam Seaborn sem hann lék frá 1999 – 2003. Endurtók hann hlutverkið í seinustu þáttunum af sjöundu þáttaröðinni.

Frá 2006 – 2010 lék Lowe í Brothers & Sister sem Robert McCallister eiginmann persónu Calistu Flockhart.

Hann hefur síðan 2010 verið hluti af Parks and Recreation sem Chris Traeger.

Kvikmyndir

Fyrsta kvikmyndahlutverk Lowe var árið 1983 í The Outsider þar sem hann lék Sodapop Curtis. Leikstjóri myndarinnar var Francis Ford Coppola og meðleikarar hans voru Matt Dillon, Tom Cruise, Emilio Estevez, C. Thomas Howell og Patrick Swayze. Lék hann síðan í Oxford Blues, St. Elmo's Fires og Youngblood á árunum 1984 – 1986.

Lowe var þekktur á 9. áratugnum fyrir að vera hluti af Brat Pack hópnum, ásamt Judd Nelson, Mare Winningham, Anthony Michael Hall, Demi Moore, Ally Sheedy, Molly Ringwald, Emilio Estevez og Andrew McCarthy.

Hann hefur síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Wayne's World, Mulholland Falls, Contact, Under Pressure, Thank You for Smoking og Breakaway.

Lék hann yngri útgáfuna af persónunni Nr. 2 í Austin Powers myndunum.

Remove ads

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...
Remove ads

Verðlaun og tilnefningar

Emmy-verðlaunin

  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.

Golden Globe-verðlaunin

  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2000: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 1988: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Square Dance.
  • 1984: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í seríu, míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir Hallmark Hall of Fame.

Razzie-verðlaunin

  • 1986: Verðlaun sem versti leikari í aukahlutverki fyrir St. Elmo's Fire.

Screen Actors Guild-verðlaunin

  • 2003: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2002: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2001: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.

TV Guide-verðlaunin

  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
Remove ads

Tilvísanir

Loading content...

Heimildir

Tenglar

Loading content...
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads