Robert Patrick
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Robert Patrick (fæddur Robert Hammond Patrick Jr., 5. nóvember 1958) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í The X-Files, The Unit og Terminator 2: Judgment Day.
Remove ads
Einkalíf
Patrick fæddist í Georgíu en ólst upp í Ohio. Stundaði nám við Bowling Green State háskólann í Ohio en hætti í námi eftir að hafa taka leiklistarnámskeið.[1]
Patrick giftist Barbara Patrick árið 1990 og saman eiga þau tvö börn.
Ferill
Sjónvarp
Fyrsta sjónvarpshlutverk Patrick var árið 1992 í Tales from the Crypt. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í The Outer Limits, The Real Adventures of Jonny Quest, The Sopranos, Lost, American Dad, Psych og Burn Notice. Árið 2000 þá var honum boðið hlutverk í The X-Files sem John Doggett, sem hann lék til ársins 2002. Lék eitt af aðalhlutverkunum í The Unit sem Tom Ryan frá 2006-2009.
Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Patrick var árið 1986 í Future Hunters og kom hann síðan fram í kvikmyndum á borð við Killer Instinct, Equalizer 2000 og Die Hard 2. Árið 1991 þá var honum boðið hlutverk í Terminator 2: Judgment Day sem T-1000. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Last Action Hero, The Cool Surface, Last Gasp, Stripstease, Cop Land á móti Robert De Niro, Sylvester Stallone og Harvey Keitel, D-Tox, Ladder 49 og Flags of Our Fathers.
Remove ads
Kvikmyndir og sjónvarp
Remove ads
Verðlaun og tilnefningar
Academy of Science Fiction, Fantasy & Horror Films verðlaunin
- 2002: Tilnefndur sem besti leikari í sjónvarpsþætti fyrir The X-Files.
- 2001: Verðlaun sem besti leikari í sjónvarpsþætti fyrir The X-Files.
- 1994: Tilnefndur sem besti leikari fyrir Fire in the Sky.
- 1992: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Terminator 2: Judgment Day.
MTV Movie verðlaunin
- 1992: Tilnefndur sem besti glæpamaðurinn fyrir Terminator 2: Judgment Day.
Temecula Valley International Film Festival
- 2005: Verðlaun sem besti leikari fyrir The Fix.
Remove ads
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads