Robert Schuman
Franskur stjórnmálamaður og einn af stofnendum Evrópusambandsins From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Jean-Baptiste Nicolas Robert Schuman (29. júní 1886 – 4. september 1963) var franskur stjórnmálamaður. Hann gegndi ýmsum ráðherraembættum á tíma fjórða franska lýðveldisins: Hann var utanríkisráðherra og tvisvar forsætisráðherra Frakklands. Síðar gerðist hann fyrsti forseti Evrópuþingsins. Schuman er talinn einn af stofnfeðrum Evrópusambandsins ásamt Jean Monnet, Konrad Adenauer, Johan Willem Beyen, Paul-Henri Spaak og Alcide De Gasperi. Hann var jafnframt einn af stofnendum Norður-Atlantshafsbandalagsins sem utanríkisráðherra Frakklands.
Ásamt vini sínum og samstarfsmanni, Jean Monnet, gerði Schuman það að verkefni sínu að koma á bandalagi milli Frakklands og Þýskalands og hefja verkefni sem ætti að færa Evrópu nær því að verða ríkjasamband. Eftir að hafa fengið stuðning fjármálaráðherra Bretlands, Benelúxlandanna, Ítalíu og Konrads Adenauer Þýskalandskanslara[1] gerði Robert Schuman áætlanir sínar að veruleika með yfirlýsingu þann 9. maí árið 1950 þar sem kola- og stálvinnsla Frakklands og Þýskalands var sett undir eina miðstjórn í Kola- og stálbandalagi Evrópu, sem yrði einnig opið öðrum Evrópuþjóðum. Með Kola- og stálbandalaginu var grunnurinn lagður að Evrópusambandinu.[2][3]
Árið 2021 tók Frans páfi Schuman í helgra manna tölu.[4]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads