Rodrigo Duterte

16. forseti Filippseyja From Wikipedia, the free encyclopedia

Rodrigo Duterte
Remove ads

Rodrigo Roa Duterte (fæddur 28. mars, 1945) er filippseyskur stjórnmálamaður og fyrrverandi forseti Filippseyja. Hann tók við embætti árið 2016 og var kosinn með 39% atkvæða. Áður var hann borgarstjóri borgarinnar Davaó á Mindanao-eyju í 22 ár.

Staðreyndir strax Forseti Filippseyja, Varaforseti ...

Duterte hefur verið gagnrýndur af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum fyrir aftökur á fíkniefnasölum og fíkniefnaneytendum. Duterte hefur látið frá sér umdeild ummæli.[1] Á fundi ASEAN-ríkja og annarra landa kallaði hann Barack Obama Bandaríkjaforseta hóruson. Hann hefur sagst vilja drepa jafnmarga fíkla og Hitler gerði við gyðinga. [2] Duterte hefur viðurkennt að hafa myrt þrjá meinta glæpamenn þegar hann var borgarstjóri.[3]

Forseti Filippseyja má aðeins sitja eitt sex ára kjörtímabil en lengi voru vangaveltur um að Duterte myndi bjóða sig fram í embætti varaforseta til þess að halda völdum að lokinni forsetatíð sinni.[4] Í október 2021 tilkynnti Duterte hins vegar að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til varaforseta árið 2022 og myndi hætta afskiptum af stjórnmálum.[5] Dóttir hans, Sara Duterte, bauð sig fram og var kjörin varaforseti Filippseyja.[6]

Duterte var handtekinn í Maníla þann 11. mars 2025 vegna handtökuskipunar Alþjóðlega sakamáladómstólsins gegn honum. Dómstóllinn grunar Duterte um að hafa framið glæpi gegn mannúð með eiturlyfjastríði sínu.[7][8] Duterte var í kjölfarið framseldur í vörslu dómstólsins í Haag.[9]

Dutere var kjörinn borgarstjóri Davaó á ný þann 13. maí 2025, þrátt fyrir að vera staddur í gæsluvarðhaldi í Haag.[10]

Remove ads

Tenglar

  • Pálmi Jónasson (4. apríl 2017). „Morðóður forseti“. RÚV. Sótt 30. ágúst 2024.

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads