Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2016
61. Eurovision-keppnin From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2016 var haldin í Stokkhólmi í Svíþjóð eftir að Måns Zelmerlöw vann keppnina 2015 með lagið „Heroes“. Undankeppnirnar tvær voru haldnar 10. og 12. maí, og aðalkeppnin var haldin 14. maí. 42 lönd tóku þátt í keppninni, þar sem Bosnía og Hersegóvína, Búlgaría, Króatía og Úkraína sneru aftur. Portúgal og Rúmenía tóku ekki þátt í þessari keppni.
Úkraína var sigurvegari í keppninni, en Jamala vann með lagið „1944“. Þetta var annar sigur Úkraínu, sá fyrri var 2004. Þetta var í fyrsta skipti síðan að dómnefnd var kynnt til sögunnar 2009 að sigurvegarinn var hvorki í efsta sæti dómnefndar, þar sem Ástralía vann það sæti, né í efsta sæti símakosningar, þar sem Rússland var í því sæti. Þetta var fyrsta lagið með texta á krímtatarísku sem hefur unnið eða verið flutt í keppninni.
Remove ads
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads