Bosnía og Hersegóvína í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

yfirlit um þátttöku Bosníu og Hersegóvínu í Eurovision From Wikipedia, the free encyclopedia

Bosnía og Hersegóvína í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva
Remove ads

Bosnía og Hersegóvína hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 19 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni átti sér stað árið 1993, eftir að hafa endað í öðru sæti í undankeppninni Kvalifikacija za Millstreet. Fram að 1993 keppti Bosnía og Hersegóvína sem hluti af Júgóslavíu.

Staðreyndir strax Ágrip, Tenglar ...

Besti árangur landsins var árið 2006 þegar Hari Mata Hari endaði í þriðja sæti með laginu „Lejla“. Það er í eina skipti sem að landið hefur endað í topp-5. Aðrar niðurstöður innan topp-10 eru Dino Merlin í sjöunda sæti (1999), Deen í níunda sæti (2004), Laka í tíunda sæti (2008), Regina í níunda sæti (2009) og Dino Merlin í sjötta sæti (2011). Eftir 2012 tók Bosnía og Hersegóvína aftur þátt í keppninni árið 2016, þar sem að landið komst ekki áfram í fyrsta sinn. Síðan þá hefur landið dregið sig úr keppni.

Remove ads

Yfirlit þátttöku (niðurstöður)

Fyrir þátttöku undan 1993, sjá Júgóslavía í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
Merkingar
2 Annað sæti
3 Þriðja sæti
Nánari upplýsingar Ár, Flytjandi ...
  1. Kvalifikacija za Millstreet var undankeppnin fyrir keppnina árið 1993.
  2. Samkvæmt þáverandi reglum Eurovision komust öll topp-10 löndin, ásamt „Stóru Fjóru“ löndunum, sjálfkrafa áfram í úrslit næstkomandi ár. Sem dæmi, ef Þýskaland og Frakkland væru innan topp-10 sætanna, fengju löndin í ellefta og tólfta sæti pláss í úrslitunum árið eftir með þeim löndum sem voru líka innan topp-10.
  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads