Sambeyging

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Sambeyging[1] (skammstafað sem samb.) eða fallasamræmi[1] kallast það að beygja saman nafnorð og lýsingarorð sem eina heild. Ef samnafn fer á undan sérnafni til skýringar er sérnafnið almennt beygt líka nema sérnafnið sé fleiryrt (samanstandi af fleira en einu orði).[2]

Dæmi

Dæmi um sambeygingu þar sem lýsingarorðið lítill beygist veikt í kvenkyni með kvenkyns nafnorðinu telpa með viðskeyttum greini:

Nefnifall eintala: litla telpan
Þolfall eintala: litlu telpuna
Þágufall eintala: litlu telpunni
Eignarfall eintala: litlu telpunnar
Nefnifall fleirtala: litlu telpurnar
Þolfall fleirtala: litlu telpurnar
Þágufall fleirtala: litlu telpunum
Eignarfall fleirtala: litlu telpnanna
Remove ads

Tilvísanir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads