Sarajevó

höfuðborg Bosníu og Hersegóvínu From Wikipedia, the free encyclopedia

Sarajevómap
Remove ads

Sarajevó (með kýrillísku letri: Сарајево; framburður: ['sarajɛʋɔ]) er höfuðborg og stærsti þéttbýliskjarni Bosníu og Hersegóvínu. Árið 2013 var áætlaður íbúafjöldi borgarinnar 275.000 manns.[1]

Staðreyndir strax Сарајево, Land ...

Sarajevo er staðsett í Sarajevodal í Bosníuhéraði í dínarísku ölpunum. Áin Miljacka rennur í gegnum borgina.

Saga Sarajevo er viðburðarík. Árið 1885 varð Sarajevo fyrsta borg Evrópu og önnur borg í heimi til að taka í notkun rafrænt sporvagnakerfi í allri borginni. Árið 1914 var Frans Ferdinand erkihertogi af Austurríki myrtur í borginni og varð það kveikjan að fyrri heimsstyrjöldinni. Árið 1984 voru vetrarólympíuleikarnir haldnir í Sarajevo. Árin 1992-1996 ríktu umsátursástand og blóðugt stríð í borginni í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsingar Bosníu og Hersegóvínu. Hátt í 10.000 manns féllu og um 56.000 manns særðust í sprengjuárásum og árásum leyniskyttna á borgara á meðan á umsátrinu stóð, auk þess sem stór hluti borgarinnar var lagður í rúst.

Remove ads

Svipmyndir

Tilvísanir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads