Sasha Alexander

From Wikipedia, the free encyclopedia

Sasha Alexander
Remove ads

Sasha Alexander (fædd Suzana S. Drobnjaković, 17. maí 1973) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í NCIS, Dawson's Creek og Rizzoli & Isles.

Staðreyndir strax Upplýsingar, Fædd ...
Remove ads

Einkalíf

Alexander fæddist í Los Angeles, Kaliforníu í Bandaríkjunum og er af serbneskum og ítölskum uppruna. Sasha talar bæði serbnesku og ítölsku mjög vel. Sasha Alexander er sviðsnafn hennar en raunverulegt nafn hennar er Suzana (Sasha var gælunafn hennar í æsku) og Alexander er nafn bróður hennar. Alexander giftist kvikmyndaleikstjóranum Edoardo Ponti í janúar 2006 og saman eiga þau tvö börn. Ponti er sonur kvikmyndaframleiðandans Carlo Ponti og leikkonunnar Sophiu Loren. Sasha stundaði nám við Suður-Kaliforníuháskólann. Alexander fékk áhuga á leiklist í grunnskóla þar sem hún kom fram í leikritum sem hún hélt áfram í menntaskóla og háskóla. Fluttist hún til New York til þess að leika í leikhúsum og Shakespeare hátíðum.

Remove ads

Ferill

Fyrsta hlutverk hennar var í stuttmyndinni Visceral Matter frá 1997. Fékk hlutverk í sjónvarpsþættinum Wasteland sem Jesse Presser. Lék systur Katie Holmes í Dawson's Greek. Var árið 2003 boðið hlutverk í NCIS sem leyniþjónustukonan Caitlin „Kate“ Todd sem hún lék til ársins 2005. Alexander leikur í dag réttarlæknirinn Maura Isles í sjónvarpsþættinum Rizzoli & Isles sem er gerður eftir metsölubókum Tess Gerritsen. Hefur komið fram í kvikmyndum á borð við: All Over the Guy, Yes Man og Mission: Impossible III.

Remove ads

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...

Verðlaun og tilnefningar

San Diego kvikmyndahátíðin
  • 2008: Verðlaun sem Besta leikkona í kvikmynd fyrir The Last Lullaby.

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads