Sean Murray

From Wikipedia, the free encyclopedia

Sean Murray
Remove ads

Sean Murray (fæddur Sean Harland Murray 15. nóvember 1977) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Timothy McGee í NCIS.

Staðreyndir strax Upplýsingar, Fæddur ...

Einkalíf

Murray fæddist í Bethesda, Maryland í Bandaríkjunum og eyddi æskuárum sínum nálægt Coffs Harbour í Nýju Suður-Wales, Ástralíu.[1] Murray giftist Carrie James í nóvember 2005 og saman eiga þau tvö börn.[2]

Fjölskylda

Murray er stjúpsonur framleiðandans Donald Bellisario sem er höfundurinn að NCIS. Yngri bróðir hans Chad M. Murray er framleiðandi við þáttinn, ásamt því að móðir hans Vivienne lék í fyrstu þáttaröðinni sem hin dularfulla ræðhærða kona sem Gibbs sást með. Hálfsystir hans Troian Bellisario lék systur Murrays, Sarah McGee og hálfbróðir hans Michael Bellisario lék Charles „Chip“ Sterling í þriðju þáttaröðinni.[3]

Remove ads

Ferill

Fyrsta hlutverk Murray var í sjónvarpsmyndinni Backfield in Motion frá 1991. Lék í galdramyndinni Hocus Pocus frá 1993 með Betty Midler og Söru Jessicu Parker. Honum var boðið hlutverk í sjónvarpsþættinum Harts of the West sem Zane Grey Hart og kom fram í 15 þáttum. Murray var gestaleikari í sjónvarpsþættinum JAG sem stjúpfaðir hans Bellisario var framleiðandi að. Hefur síðan 2003 leikið NCIS alríkisfulltrúann Timothy McGee í sjónvarpsþættinum NCIS.

Remove ads

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...

Verðlaun og tilnefningar

Young Artist verðlaunin

  • 1994: Tilnefndur sem besti ungi leikari í grínmynd fyrir Hocus Pocus.
  • 1994: Tilnefndur sem besti ungi leikari í sjónvarpsseríu fyrir Harts of the West.

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads