Seljavallalaug

sundlaug á Suðurlandi From Wikipedia, the free encyclopedia

Seljavallalaug
Remove ads

Seljavallalaug[1] er 25 metra friðuð útisundlaug á Íslandi fremst í Laugarárgili undir Austur-Eyjafjallasveit.[2] Laugin er ein elsta sundlaug á Íslandi og var fyrst hlaðin með grjóti árið 1923[2] og svo steypt ári seinna.

Thumb
Seljavallalaug að framan.

Seljavallalaug er skammt frá bænum Seljavöllum. Hvatamaður að hleðslu hennar var Björn Andrésson í Berjaneskoti sem fékk Ungmennafélagið Eyfelling til liðs við sig við verkið. Hafin var sundkennsla í lauginni, sem hluti af skyldunámi, árið 1927, sama ár og slíkt nám hófst í Vestmannaeyjum. Laugin er um 25 metrar á lengd og 10 á breidd og var stærsta sundlaug á Íslandi þar til árið 1936.[2]

Árið 1990 var byggð ný laug um 2 km utar í dalnum, en enn má fólk fara í gömlu laugina sér að kostnaðarlausu en á eigin ábyrgð. Laugin er hreinsuð einu sinni á sumri. Fram að því er hún einatt þakin þykku slýi sem kallar á aðgát.

Eftir eldgosið í Eyjafjallajökli 2010 fylltist Seljavallalaug af ösku. Snemmsumars 2011 kom saman hópur sjálfboðaliða til að hreinsa laugina með skóflum og gröfum.[3]

Remove ads

Ljósmyndir

Tilvísanir

Heimild

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads