Strandrauðviður

From Wikipedia, the free encyclopedia

Strandrauðviður
Remove ads


Strandrauðviður (eða strandrisafura) (fræðiheiti: Sequoia sempervirens) er barrtré af fenjasýprusætt og er hæsta núlifandi trjátegund heims og eina tegund sinnar ættkvíslar. Strandrauðviður vex á litlu svæði með strönd Kyrrahafs í Oregon og Kaliforníu. Í síðarnefnda ríkinu hafa fundist tré sem eru allt að 112 m á hæð og 2000 ára gömul. Þótt gamla íslenska heitið vísi til furu er tréð ekki af furuætt. Orðið rauðviður vísar í (kjarn-)viðinn sem getur verið ljósrauður til dökk brúnrauður. Hann þolir lítið frost og þarf helst raka til að verða stór, hæð trjánna er í beinu hlutfalli við þokutíðni og magn.[2] Vex ágætlega frá Bretlandi til suður Noregs.

Thumb
Eitt af stærstu trjánum: [https://en.wikipedia.org/wiki/Del_Norte_Titan%7C%5Bóvirkur+tengill%5D Del Norte Titan]
Staðreyndir strax Ástand stofns, Vísindaleg flokkun ...
Remove ads
Thumb
Könglar og fræ Sequoia sempervirens

Skyld tegund er fjallarauðviður

Remove ads

Tilvísanir

Loading content...
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads