Sequoioideae
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Sequoioideae (rauðviður) er undirætt af barrtrjám í ættinni Cupressaceae.[2] Hún er algengust í strandskógum norður Kaliforníu.
Remove ads
Lýsing
Þær þrjár ættkvíslir í undirættinni eru Sequoia og Sequoiadendron í Kaliforníu og Oregon og Metasequoia í mið-Kína. Amerísku rauðviðartegundirnar teljast til stærstu og hæstu trjáa í heiminum, og geta þau orðið þúsunda ára gömul. Metasequoia, með núlifandi tegundina Metasequoia glyptostroboides, er mun smærri.
Útbreiðsla
Hubei og Hunan héruð Kína
- Náttúruleg útbreiðsla Metasequoia glyptostroboides er í Chongqing héraði í suðurhluta mið Kína.
Kalifornía, Bandaríkjunum
- Náttúruleg útbreiðsla Sequoiadendron giganteum er einvörðungu á vesturhlíðum Sierra Nevadafjalla í Kaliforníu.
- Náttúruleg útbreiðsla Sequoia sempervirens er einvörðungu í "Northern California coastal forests (WWF ecoregion)", við strönd Norður Kaliforníu og nokkrar mílur inn í Oregon.
Remove ads
Paleontology
Sequoioideae er ævaforn undirætt, með elstu Sequoioideae tegundina, Sequoia jeholensis, sem fannst í Júra jarðlögum.[3]
Steingerfingar sýna gríðarlega útbreiðslu á Krítartímabilinu, sérstakelga norðantil. Ættkvíslir af Sequoioideae hafa fundist við heimskautsbaug, í Evrópu, norður-Ameríku, og um Asíu og Japan.[4] Kæling loftslags í lok Eósen og Ólígosen dró úr útbreiðslu norðan til, sem og eftirfylgjandi ísaldir.[5]
Verndunarstaða

Þeim er ógnað af tapi búsvæða vegna bælingar villielda, skógarhöggs, og loftmengunar.[6] Öll undirættin er í útrýmingarhættu. IUCN Red List metur Sequoia sempervirens í útrýmingarhættu (A2acd), Sequoiadendron giganteum í útrýmingarhættu (B2ab) og Metasequoia glyptostroboides í útrýmingarhættu (B1ab).
Tilvísanir
Bibliography and links
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads