Seth Peterson
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Seth Peterson (fæddur 16. ágúst 1970) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Burn Notice og Providence.
Einkalíf
Peterson fæddist í Bronx í New York-borg. Hann ferðaðist milli Brooklyn og Los Angeles þegar hann var yngri. Ólst hann upp í kringum leiklistina þar sem móðir hans var leikkona.[1] Seth er giftur leikkonunni Kylee Cochran og saman eiga þau tvö börn.
Ferill
Sjónvarp
Fyrsta sjónvarpshlutverk Peterson var árið 1976 í sjónvarpsmyndinni Child Abuse. Hefur hann komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Clueless, Charmed, CSI: Crime Scene Investigation, Lie to Me og NCIS. Árið 1999 þá var honum boðið hlutverk í Providence sem Robbie Hansen, sem hann lék til ársins 2002. Var með stórt gestahlutverk í Burn Notice sem Nate Westen, bróðir Michaels.
Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Peterson var árið 1998 í Godzilla. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Shotgun, Spoonaur, As Seen on TV og Intent.
Remove ads
Kvikmyndir og sjónvarp
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads
