Sitkaelri

From Wikipedia, the free encyclopedia

Sitkaelri
Remove ads

Sitkaelri eða sitkaölur[1] (fræðiheiti: Alnus viridis ssp. sinuata) er margstofna runni af birkiætt sem vex í vesturhluta Norður-Ameríku: Allt frá Alaska til fjalla í Kaliforníu.

Staðreyndir strax Sitkaölur, Vísindaleg flokkun ...
Thumb
Lauf sitkaelris.

Það er ljóselsk tegund og nær frá 3 til 10 metra að hæð og getur vaxið frá sjávarmáli í allt að 2700 metra hæð. Laufblöð verða allt að 9 sm löng og karlreklar 10-12 sm. Sitkaelri gerir ekki miklar kröfur til jarðvegs en þrífst best þar sem jarðraki er til staðar. Sitkaelri verður sjaldan eldra en 50 ára. [2]

Sitkaelri er notað í landgræðslu í Bandaríkjunum en rætur þess og sambýli þeirra við niturbindandi rótargerla hjálpa til við það. [3] Tilraunir hafa verið gert með það á Íslandi.[4] Sitkaölur frá skógrækt hefur sáð sér á Stjórnarsandi við Kirkjubæjarklaustur, Skógey nærri Hornafirði, Hveragerði, Reyðafirði og í Elliðaárdal.[1]

Sitkaelri er náskylt kjarrelri og grænelri sem vex í Evrópu og Asíu.[5]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads