Skrofa
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Skrofan (fræðiheiti: Puffinus puffinus) er sjófugl af ættbálki pípunefja og er náskyld fýlnum. Hún eyðir mestum hluta ævinnar á sjó og kemur eingöngu í land til að verpa. Skrofan telst til íslenskra varpfugla og verpir eingöngu í Vestmannaeyjum, en ver vetrunum sínum alfarið í Argentínu.[1]
Remove ads
Flokkun
Skrofan líkt og fýllinn er af fýlingaætt. Í ættkvísl skrofa (Puffinus) eru þekktar 21 tegund sem allar hafa svipaða lifnaðarhætti, atferli og útlit.
Samkvæmt válista íslenskra fuglategunda frá 2025 er skrofan talin í nokkurri hættu á Íslandi. Þetta er sama flokkun og í fyrr válista Náttúrufræðistofnunnar 2018.
Lýsing
Skrofunni var lýst af danska náttúrufræðingnum Morten T Brünnich árið 1764.[2] Heitið skrofa er trúlega komið af hljóði fuglsins en garg skrofunnar er sambland af miklum óhljóðum og ískri. Þýskumælandi sæfarendur hafa gjarnan nefnt tegundina djöflafugl (Teufelsvogel) sökum hljóðanna. Latneska heitið Puffinus er dregið af enska og franska orðinu puffin, sem upphaflega merkti kafari. Enska heitið er Manx Shearwater. Dýr (og fólk) frá eyjunni Mön í Írlandshafi eru kölluð Manx en skrofan verpir í litlum mæli við syðsta odda eyjarinnar.[3]
Skrofan er 30-38 cm að lengd. Vænghafið er 76-89 cm. Höfuð skrofunar og efri goggur eru alfarið svört. Neðri goggur og goggvik eru ljós ásamt framhálsi og skeggrák. Bakhlið hennar er svört líkt og höfuðið og kviðlæg hlið hennar hvít eða mjög ljósgrá. Fætur skrofunnar eru sjaldséðir en eru allajafna bleikir og dökkgráir. Skrofan er því sem næst svarthvítur fugl. Litaskiptin á milli svarts og hvíts eru mjög skýr. Kynin eru eins. Fuglarnir skipta ekki um búning eftir árstíðum.
Remove ads
Dreifing og búsvæði
Dreifing
Skrofan verpir víða um norðanvert Atlantshafið. Stærstu varpstaðirnir eru á Bretlandseyjum og Írlandi (um 95% stofnsins) en aðrar kólóníur eru í Færeyjum, Bretaníuskaga í Frakklandi, Kanaríeyjum, Madeira, Asóreyjum, Nýfundnalandi og á Íslandi. Á Íslandi verpir skrofan eingöngu í Vestmannaeyjum. Erfitt hefur reynst að áætla stærð íslenska stofnsins en hér mun vera um einhver þúsund pör að ræða. Heimsstofninn er áætlaður um 350-390 þúsund pör. Norðlægari fuglar fljúga suður eftir Atlantshafinu alla leið til strandsvæða Brasilíu og Argentínu.
Búsvæði
Búsvæði skrofurnar eru óaðgengilegir klettar og björg þar sem ungar hennar geta að mestu verið í friði fyrir rándýrum. Annars lifir hún nær eingöngu á hafi úti. Hreiðurstæðið er hola, rétt eins og hjá lundanum og sæsvölunum. Holurnar eru yfirleitt í bjargi, gjarnan á úteyjum.
Hegðun

Skrofur eru miklir flug- og sundfuglar. Þær eyða meginþorra ævi sinnar á sjó og koma nær eingöngu í land til að verpa. Eggið er aðeins eitt og er hvítt á litinn. Eftir um það bil tvo mánuði, þegar unginn er orðinn stálpaður, yfirgefa foreldrar hans hann og verður unginn þá að steypa sér fram af bjarginu og fljúga út á sjó. Fæða skrofunnar eru smáfiskar, krabbadýr og smokkfiskar. Skrofur eru góðir kafarar og nota vængina til sunds. Flug skrofunnar er líkt og hjá fýlnum. Fuglarnir svífa yfir öldutoppunum og láta vindinn bera sig áfram. Vængjablak er fremur lítið. Fuglarnir fljúga ekki beint áfram, heldur beygja þeir til sitthvorrar hliðar og hringsóla þannig yfir vatninu. Skrofur eru hópfuglar og sjást gjarnan í stórum hópum.
Remove ads
Heimildir
Athugasemdir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads