Stockard Channing

From Wikipedia, the free encyclopedia

Stockard Channing
Remove ads

Stockard Channing (fædd Susan Antonia Williams Stockard, 13. febrúar 1944) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í The West Wing og Grease.

Staðreyndir strax Upplýsingar, Fædd ...
Remove ads

Einkalíf

Channing er fædd og uppalin í New York-borg og er af írskum uppruna. Útskrifaðist hún frá Radcliffe College með gráðu í sögu og bókmenntum árið 1965. Einnig lærði hún drama við HB Studio í Greenwich Village í New York-borg.[1]

Channing hefur verið gift fjórum sinnum:

  • Walter Channing Jr. frá 1964 – 1967.
  • Paul Schmidt frá 1969 – 1976.
  • David Debin frá 1976 – 1980.
  • David Lefferts Rawle frá 1982 – 1988.

Síðustu 20 ár þá hefur Channig verið í sambandi við kvikmyndatökustjórann Daniel Gillham.[2]

Remove ads

Ferill

Leikhús

Channing byrjaði leikhúsferil sinn hjá Theatre Company of Boston og fyrsta hlutverk hennar var árið 1966 í The Investigaton.[3] Hefur hún síðan þá komið fram í leikritum á borð við Woman in Mind, Hapgood, No Hard Feelings, Joe Egg, Love Letters, The Lion in Winter og The Golden Age.

Sjónvarp

Fyrsta sjónvarpshlutverk Channing var árið 1973 í sjónvarpsmyndinni The Girl Most Likely to.... Á árunum 1979 – 1980 lék Channing í þáttunum Stockard Channing in Just Friends og The Stockard Channing Show. Hefur hún síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Medical Center, Sesame Street, Out of Practice, Trying Games og King of the Hill.

Channing lék forsetafrúna Abbey Bartlet í The West Wing frá 1999 – 2006.

Kvikmyndir

Fyrsta kvikmyndahlutverk Channing var árið 1971 í The Hospital. Árið 1978 þá var henni boðið eitt af aðalhlutverkunum í Grease sem Betty Rizzo. Hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Without a Trace, Married to It, Up Close & Personal, Practical Magic, Where the Heart Is, Bright Young Things og Must Love Dogs.

Remove ads

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...
Remove ads

Leikhús

Remove ads

Verðlaun og tilnefningar

AFI-verðlaunin

  • 2002: Tilnefnd sem besta leikkona fyrir The Business of Strangers.

Blockbuster Entertainment-verðlaunin

  • 1999: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverk í grín/rómantískri mynd fyrir Practical Magic.
  • 1997: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í rómantískri mynd fyrir Up Close & Personal.

CableACE-verðlaunin

  • 1995: Tilnefnd sem besta leikkona í drama seríu fyrir Road to Avonlea.
  • 1989: Verðlaun sem besta leikkona í drama/leikhús sérþætti fyrir Tidy Endings.

Chicago Film Critics Association-verðlaunin

  • 1994: Tilnefnd sem besta leikkona fyrir Six Degrees of Separation.

Daytime Emmy-verðlaunin

  • 2005: Verðlaun sem besta leikkona í barnaþætti fyrir Jack.

Drama Desk-verðlaunin

  • 2012: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir Other Desert Cities.
  • 2009: Tilnefnd sem besta leikkona í söngleik fyrir Pal Joey.
  • 1995: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir Hapgood.
  • 1991: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir Six Degrees of Separation.
  • 1988: Verðlaun sem besta leikkona í leikriti fyrir Woman in Mind.
  • 1986: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir The House of Blue Leaves.
  • 1985: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir Joe Egg.

Drama League-verðlaunin

  • 1991: Verðlaun sem besta leikkona í leikriti fyrir Six Degrees of Separation.

Emmy-verðlaunin

  • 2006: Tilnefnd sem besta leikkona í grínseríu fyrir Out of Practice.
  • 2005: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2002: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2002: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir The Matthew Shepard Story.
  • 2001: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2000: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 1999: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki í míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir The Baby Dance.
  • 1997: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki í míniseríu eða sérþætti fyrir sjónvarp fyrir An Unexpected Family.
  • 1994: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahlutverki í dramaseríu fyrir Road to Avonlea.
  • 1990: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í míniseríu eða sérþætti fyrir sjónvarp fyrir Perfect Witness.
  • 1988: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í míniseríu eða sérþætti fyrir sjónvarp fyrir Echoes in the Darkness.

GLAAD Media-verðlaunin

  • 2003: Golden State verðlaunin

Golden Apple-verðlaunin

  • 1975: Tilnefnd sem nýjasta kvennstjarna ársins.

Golden Globes-verðlaunin

  • 1999: Tilnefnd sem besta leikkona í míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir The Baby Dance.
  • 1994: Tilnefnd sem besta leikkona í grín/söngleikja mynd fyrir Six Degrees of Separation.
  • 1976: Tilnefnd sem besta leikkona í kvikmynd fyrir The Fortune.

Independent Spirit-verðlaunin

  • 1999: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir The Baby Dance.

London Critics Circle Film-verðlaunin

  • 2003: Verðlaun sem besta leikkona ársins fyrir The Business of Strangers.

National Board of Review-verðlaunin

  • 1996: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir The First Wives Club.

National Society of Film Critics-verðlaunin

  • 1994: Tilnefnd sem besta leikkona fyrir Six Degrees of Separation.

OBIE-verðlaunin

  • 1991: Verðlaun sem besta leikkona í leikriti fyrir Six Degrees of Separation.

Óskarsverðlaunin

  • 1994: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Six Degrees of Separation.

People's Choice-verðlaunin

  • 1979: Verðlaun sem uppháhalds leikkona í aukahlutverki í kvikmynd.

San Francisco International Film Festival-verðlaunin

  • 2001: Peter J. Owens verðlaunin.

Satallite-verðlaunin

  • 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir The Matthew Shepard Story.
  • 1997: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramamynd fyrir Moll Flanders.

Screen Actors Guild-verðlaunin

  • 2005: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2004: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2003: Verðlaun sem besta leikkona í sjónvarpsmynd eða míniseríu fyrir The Matthew Shepard Story.
  • 2003: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2002: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2002: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2001: Tilnefnd sem besta leikkona í sjónvarpsmynd eða míniseríu fyrir The Truth About Jane.
  • 1999: Tilnefnd sem besta leikkona í sjónvarpsmynd eða míniseríu fyrir The Baby Dance.
  • 1997: Tilnefnd sem besta leikkona í sjónvarpsmynd eða míniseríu fyrir An Unexpected Family.
  • 1996: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Smoke.

Tony-verðlaunin

  • 2012: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir Other Desert Cities.
  • 2009: Tilnefnd sem besta leikkona í söngleik fyrir Pal Joey.
  • 1999: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir The Lion in Winter.
  • 1992: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir Four Baboons Adoring the Sun.
  • 1991: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir Six Degrees of Separation.
  • 1986: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir The House of Blue Leaves.
  • 1985: Verðlaun sem besta leikkona í leikriti fyrir Joe Egg.

TV Guide-verðlaunin

  • 2001: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
Remove ads

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads