Stockard Channing
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Stockard Channing (fædd Susan Antonia Williams Stockard, 13. febrúar 1944) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í The West Wing og Grease.
Remove ads
Einkalíf
Channing er fædd og uppalin í New York-borg og er af írskum uppruna. Útskrifaðist hún frá Radcliffe College með gráðu í sögu og bókmenntum árið 1965. Einnig lærði hún drama við HB Studio í Greenwich Village í New York-borg.[1]
Channing hefur verið gift fjórum sinnum:
- Walter Channing Jr. frá 1964 – 1967.
- Paul Schmidt frá 1969 – 1976.
- David Debin frá 1976 – 1980.
- David Lefferts Rawle frá 1982 – 1988.
Síðustu 20 ár þá hefur Channig verið í sambandi við kvikmyndatökustjórann Daniel Gillham.[2]
Remove ads
Ferill
Leikhús
Channing byrjaði leikhúsferil sinn hjá Theatre Company of Boston og fyrsta hlutverk hennar var árið 1966 í The Investigaton.[3] Hefur hún síðan þá komið fram í leikritum á borð við Woman in Mind, Hapgood, No Hard Feelings, Joe Egg, Love Letters, The Lion in Winter og The Golden Age.
Sjónvarp
Fyrsta sjónvarpshlutverk Channing var árið 1973 í sjónvarpsmyndinni The Girl Most Likely to.... Á árunum 1979 – 1980 lék Channing í þáttunum Stockard Channing in Just Friends og The Stockard Channing Show. Hefur hún síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Medical Center, Sesame Street, Out of Practice, Trying Games og King of the Hill.
Channing lék forsetafrúna Abbey Bartlet í The West Wing frá 1999 – 2006.
Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Channing var árið 1971 í The Hospital. Árið 1978 þá var henni boðið eitt af aðalhlutverkunum í Grease sem Betty Rizzo. Hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Without a Trace, Married to It, Up Close & Personal, Practical Magic, Where the Heart Is, Bright Young Things og Must Love Dogs.
Remove ads
Kvikmyndir og sjónvarp
Remove ads
Leikhús
|
|
Remove ads
Verðlaun og tilnefningar
AFI-verðlaunin
- 2002: Tilnefnd sem besta leikkona fyrir The Business of Strangers.
Blockbuster Entertainment-verðlaunin
- 1999: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverk í grín/rómantískri mynd fyrir Practical Magic.
- 1997: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í rómantískri mynd fyrir Up Close & Personal.
CableACE-verðlaunin
- 1995: Tilnefnd sem besta leikkona í drama seríu fyrir Road to Avonlea.
- 1989: Verðlaun sem besta leikkona í drama/leikhús sérþætti fyrir Tidy Endings.
Chicago Film Critics Association-verðlaunin
- 1994: Tilnefnd sem besta leikkona fyrir Six Degrees of Separation.
Daytime Emmy-verðlaunin
- 2005: Verðlaun sem besta leikkona í barnaþætti fyrir Jack.
Drama Desk-verðlaunin
- 2012: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir Other Desert Cities.
- 2009: Tilnefnd sem besta leikkona í söngleik fyrir Pal Joey.
- 1995: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir Hapgood.
- 1991: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir Six Degrees of Separation.
- 1988: Verðlaun sem besta leikkona í leikriti fyrir Woman in Mind.
- 1986: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir The House of Blue Leaves.
- 1985: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir Joe Egg.
Drama League-verðlaunin
- 1991: Verðlaun sem besta leikkona í leikriti fyrir Six Degrees of Separation.
Emmy-verðlaunin
- 2006: Tilnefnd sem besta leikkona í grínseríu fyrir Out of Practice.
- 2005: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2002: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2002: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir The Matthew Shepard Story.
- 2001: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2000: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 1999: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki í míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir The Baby Dance.
- 1997: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki í míniseríu eða sérþætti fyrir sjónvarp fyrir An Unexpected Family.
- 1994: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahlutverki í dramaseríu fyrir Road to Avonlea.
- 1990: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í míniseríu eða sérþætti fyrir sjónvarp fyrir Perfect Witness.
- 1988: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í míniseríu eða sérþætti fyrir sjónvarp fyrir Echoes in the Darkness.
GLAAD Media-verðlaunin
- 2003: Golden State verðlaunin
Golden Apple-verðlaunin
- 1975: Tilnefnd sem nýjasta kvennstjarna ársins.
Golden Globes-verðlaunin
- 1999: Tilnefnd sem besta leikkona í míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir The Baby Dance.
- 1994: Tilnefnd sem besta leikkona í grín/söngleikja mynd fyrir Six Degrees of Separation.
- 1976: Tilnefnd sem besta leikkona í kvikmynd fyrir The Fortune.
Independent Spirit-verðlaunin
- 1999: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir The Baby Dance.
London Critics Circle Film-verðlaunin
- 2003: Verðlaun sem besta leikkona ársins fyrir The Business of Strangers.
National Board of Review-verðlaunin
- 1996: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir The First Wives Club.
National Society of Film Critics-verðlaunin
- 1994: Tilnefnd sem besta leikkona fyrir Six Degrees of Separation.
OBIE-verðlaunin
- 1991: Verðlaun sem besta leikkona í leikriti fyrir Six Degrees of Separation.
Óskarsverðlaunin
- 1994: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Six Degrees of Separation.
People's Choice-verðlaunin
- 1979: Verðlaun sem uppháhalds leikkona í aukahlutverki í kvikmynd.
San Francisco International Film Festival-verðlaunin
- 2001: Peter J. Owens verðlaunin.
Satallite-verðlaunin
- 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir The Matthew Shepard Story.
- 1997: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramamynd fyrir Moll Flanders.
Screen Actors Guild-verðlaunin
- 2005: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2004: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2003: Verðlaun sem besta leikkona í sjónvarpsmynd eða míniseríu fyrir The Matthew Shepard Story.
- 2003: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2002: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2002: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2001: Tilnefnd sem besta leikkona í sjónvarpsmynd eða míniseríu fyrir The Truth About Jane.
- 1999: Tilnefnd sem besta leikkona í sjónvarpsmynd eða míniseríu fyrir The Baby Dance.
- 1997: Tilnefnd sem besta leikkona í sjónvarpsmynd eða míniseríu fyrir An Unexpected Family.
- 1996: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Smoke.
Tony-verðlaunin
- 2012: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir Other Desert Cities.
- 2009: Tilnefnd sem besta leikkona í söngleik fyrir Pal Joey.
- 1999: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir The Lion in Winter.
- 1992: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir Four Baboons Adoring the Sun.
- 1991: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir Six Degrees of Separation.
- 1986: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir The House of Blue Leaves.
- 1985: Verðlaun sem besta leikkona í leikriti fyrir Joe Egg.
TV Guide-verðlaunin
- 2001: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
Remove ads
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads