Sumarólympíuleikarnir 2024

From Wikipedia, the free encyclopedia

Sumarólympíuleikarnir 2024
Remove ads

Sumarólympíuleikarnir 2024 eru alþjóðlegt fjölíþróttamót sem var haldið 26. júlí til 11. ágúst árið 2024 í París, Frakklandi. Meginhluti leikanna fór fram í París, en annars dreifðust þeir á 16 aðrar borgir á meginlandi Frakklands, auk eins viðburðar á Tahítí (brimbrettabrun) í Frönsku Pólýnesíu.

Staðreyndir strax
Thumb
Keppni í strandblaki verður á Champs de Mars.

París hefur haldið leikana áður árin 1900 og 1924 og verður þar með önnur borgin sem heldur þá þrisvar, á eftir London. Árið 2024 verða hundrað ár liðin frá leikunum 1924. Þetta verða sjöttu ólympíuleikarnir sem haldnir verða í Frakklandi og þeir fyrstu eftir Vetrarólympíuleikana 1992 í Albertville. Eftir þessa ólympíuleika verða leikarnir aftur haldnir á fjögurra ára fresti, en vegna frestunar ólympíuleikanna í Tókýó (út af kórónaveirufaraldrinum) liðu aðeins þrjú ár frá þeim leikum að þessum.

Í París var í fyrsta sinn keppt í breikdansi sem jafnframt var fyrsta dansíþróttin í sögu sumarólympíuleikanna. Þetta voru síðustu ólympíuleikarnir í forsetatíð Thomas Bach sem hefur verið forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar frá 2013. Í fyrsta sinn krpptu jafn margar konur og karlar . Deilt var um þátttöku íþróttafólks frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi á þessum leikum. Í júlí 2023 var ákveðið að það fengi að keppa sem óháð íþróttafólk, án þjóðfána. Áætlað er að leikarnir í París hafi kostað 8,3 milljarða evra.

Remove ads

Aðdragandi og skipulagning

Auk Parísar sóttust fjórar aðrar borgir eftir að halda leikana: Hamborg, Búdapest, Róm og Los Angeles. Með tímanum heltust borgirnar úr lestinni ein af annarri. Hamborg dró umsókn sína til baka þann 29. nóvember 2015 í kjölfar íbúakosningar. Rómaborg fylgdi í kjölfarið þann 21. september 2016 á grunni fjárhagserfiðleika. Þann 22. febrúar 2017 ákvað Búdapest að falla frá umsókn sinni eftir að andstæðingar mótshaldsins höfðu náð að safna nægum fjölda undirskrifta til að knýja fram íbúakosningu.

Þegar ljóst var að valið stæði bara milli tveggja borga ákvað Ólympíunefndin að útnefna gestgjafa fyrir leikana 2024 og 2028 um leið. Í lok júlí 2017 var ákveðið að úthluta París fyrri leikunum en Los Angeles þeim síðari.

Remove ads

Mótsstaðir

Flest íþróttamótin voru haldin í París og nágrenni, þar á meðal í nágrannaborgunum Saint-Denis, Le Bourget, Nanterre, Versailles og Vaires-sur-Marne. Handboltamótin voru í Lille, sem er 225 km frá París; siglingamótið og nokkrir knattspyrnuleikir fóru fram í Marseille, sem er 777 km frá París. Brimbrettamótið fór fram í þorpinu Teahupo'o í franska handanhafshéraðinu Frönsku Pólýnesíu, sem er 15.716 km frá París. Knattspyrnuleikir fóru líka fram í fimm öðrum borgum: Bordeaux, Décines-Charpieu, Nantes, Nice og Saint-Étienne.

Parísarsvæðið

Thumb
Stade de France
Nánari upplýsingar Staður, Mót ...

Miðborg Parísar

Thumb
Champ de Mars
Thumb
Grand Palais
Nánari upplýsingar Staður, Mót ...

Versalir

Thumb
Le Golf National
Nánari upplýsingar Staður, Mót ...

Utan Parísar

Thumb
Parc Olympique Lyonnais
Thumb
Roucas Blanc-smábátahöfnin, Marseille
Nánari upplýsingar Staður, Mót ...

Aðrir tengdir staðir

Thumb
Ólympíuþorpið í Saint-Denis.
Nánari upplýsingar Staður, Tegund ...
Remove ads

Leikarnir

Íþróttagreinar

Samkvæmt reglum Alþjóðaólympíunefndarinnar sem hafa verið í gildi frá 2017, voru 28 „kjarnagreinar“ á leikunum, og allt að sex aukagreinar sem hægt var að bæta við á hverjum leikum. Þessar aukagreinar eru valdar af skipulagsnefnd leikanna og sendar til Alþjóðaólympíunefndarinnar ekki síðar en fimm árum fyrir leikana, svo hægt sé að tryggja þátttöku[1][2] að því gefnu að heildarfjöldi þátttakenda yrðu ekki meiri en 10.500.[3] Á 131. fundi Alþjóðaólympíunefndarinnar í september 2017 samþykkti nefndin 28 íþróttagreinar sem voru á dagskrá leikanna 2016 fyrir París 2024, og bauð jafnframt Parísarnefndinni að senda tillögu um allt að fimm aukagreinar.[4][5]

Þegar París sóttist eftir að halda leikana í ágúst 2017, tilkynnti skipulagsnefndin að hún myndi ræða við Alþjóðaólympíunefndina og samtök rafíþrótta um möguleikann á því að taka rafíþróttamót með á leikana 2024.[6][7] Í júlí 2018 tilkynnti Alþjóðaólympíunefndin að hún myndi ekki kanna þann möguleika fyrir leikana 2024.[8] Í febrúar 2019 stakk skipulagsnefndin upp á því að bæta breikdansi við, auk hjólabretta, klifurs og brimbrettabruns, sem höfðu áður verið samþykktar fyrir leikana 2020.[9][10][8] Þessar fjórar greinar voru samþykktar á 134. fundi Alþjóðaólympíunefndarinnar í Lausanne 24. júní 2019.[10][8][11]

Í París voru 329 keppnir í 32 íþróttagreinum. Þetta voru því fyrstu sumarólympíuleikarnir frá leikunum 1960 þar sem voru færri greinar en á fyrri leikum. Karate og mjúkbolti höfðu báðar verið felldar út úr dagskránni fyrir leikana 2020 (þar með duttu 10 keppnir út), og fjórar keppnir hafa dottið út í lyftingum. Í kanóróðri var tveimur sprettkeppnum skipt út fyrir tvær svigkeppnir þannig að heildarfjöldi keppna var 16. Með breikdansi bættust tvær keppnir við dagskrána, og í klifri var blandaðri keppni skipt í tvær aðskildar keppnir í hraðklifri og hnullungum og línu fyrir bæði kyn.[12]

Í febrúar 2023 tilkynntu samtökin USA Boxing að þau hygðust sniðganga heimsmeistaramótið 2023 (skipulagt af Alþjóðahnefaleikasambandinu) þar sem rússneskir og hvítrússneskir keppendur fengu að keppa án takmarkana. Um leið sökuðu samtökin alþjóðasamtökin um að eyðileggja undirbúning fyrir hnefaleikakeppnina á ólympíuleikunum. Pólland, Sviss, Holland, Bretland, Írland, Tékkland og Kanada, tóku síðan undir afstöðu Bandaríkjamanna.[13]

Remove ads

Dagskrá

SASetningarathöfn Keppni 1Úrslitakeppni LHLokahátíð
Nánari upplýsingar Júlí/ágúst 2024, Júlí ...
Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads