Töluorð

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Töluorð (skammstafað sem to.) eru fallorð sem tákna tölu, röð, fjölda eða stærð einhvers. Þau bæta hvorki við sig greinistigbreytast.

Skipting

Töluorð skiptast í hrein töluorð eða frumtölur (t.d. einn, tveir, þrír) og raðtölur (t.d. fyrsti, annar, þriðji) og blönduð töluorð sem greinast í tölunafnorð (tugur, tvennd, fjarki...), tölulýsingarorð (einfaldur, þrefaldur, sjötugur, einir, tvennir, þrennir), og töluatviksorð (tvisvar, tvívegis, þrisvar og þrívegis).

Hrein töluorð

Frumtölur

Frumtölur tákna tölur (einn, tveir, þrír, fjórir). Þær beygjast í föllum en fimm og framvegis beygjast ekki (eru eins í öllum föllum).

Frumtölururnar einn, tveir, þrír og fjórir fallbeygjast sem og allar tölur sem enda á þeim (tuttugu og einn, fjörutíu og þrír, níutíu og fjórir, eitt þúsund og þrír) og nokkrar aðrar tölur (hundrað, þúsund, milljón o.s.frv.). Annars fallbeygjast frumtölur ekki.

1einn (kk.) / ein (kvk.) / eitt (hk.)11ellefu1000(eitt) þúsund
2tveir (kk.) / tvær (kvk.) / tvö (hk.)12tólf10000tíu þúsund
3þrír (kk.) / þrjár (kvk.) / þrjú (hk.)13þrettán30þrjátíu
4fjórir (kk.) / fjórar (kvk.) / fjögur (hk.)14fjórtán40fjörutíu[1]
5fimm15fimmtán50fimmtíu
6sex16sextán60sextíu
7sjö17sautján70sjötíu
8átta18átján80áttatíu
9níu19nítján90níutíu[2]
10tíu20tuttugu100hundrað

Raðtölur

Raðtölur eru töluorð sem tákna röð (fyrsti, annar, þriðji, fjórði, fimmti.. o.s.fv.) sem beygjast allar í föllum. Raðtölurnar beygjast yfirleitt eins og veik lýsingarorð í frumstigi[heimild vantar] (en þó ekki raðtölurnar fyrsti og annar).


1.fyrsti11.ellefti1000.þúsundasti
2.annar12.tólfti10000.tíuþúsundasti
3.þriðji13.þrettándi30.þrítugasti
4.fjórði14.fjórtándi40.fertugasti
5.fimmti15.fimmtándi50.fimmtugasti
6.sjötti16.sextándi60.sextugasti
7.sjöundi17.sautjándi70.sjötugasti
8.áttundi18.átjándi80.áttugasti
9.níundi19.nítjándi90.nítugasti
10.tíundi20.tuttugasti100.hundraðasti

Blönduð töluorð

Ýmis orð sem tákna upphæð eða fjölda tilheyra öðrum orðflokkum en töluorðum:

Tölunafnorð

Tölunafnorð eru nafnorð sem fela í sér tölu. Til eru mörg dæmi um tölunafnorð:

Tölulýsingarorð

Tölulýsingarorð eru lýsingarorð sem eru gert orð tölum og hegða sér algjörlega eins og önnur lýsingarorð. Þau enda ýmist á -faldur, -ræður eða -tugur. Til dæmis:

  • tvískiptur
  • einfaldur
  • tíræður
  • þrefaldur
  • fjórfaldur
  • þrítugur
  • fimmtugur
  • sjötugur
  • níræður
  • einir
  • tvennir
  • þrennir
  • o.s.frv.

Töluatviksorð

Töluatviksorð eru atviksorð sem fela í sér tölu. Aðeins eru til fjögur slík töluatviksorð:

  • tvisvar
  • tvívegis
  • þrisvar
  • þrívegis

Annað

Með fleirtöluorðum eru notuð töluorðin einir, tvennir, þrennir og fernir en ekki fleiri.[heimild vantar]

Remove ads

Neðanmálsgreinar

Heimildir

Tengill

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads