Taiwania cryptomerioides

From Wikipedia, the free encyclopedia

Taiwania cryptomerioides
Remove ads

Taiwania cryptomerioides er stórt sígrænt tré ættað frá austur Asíu.

Staðreyndir strax Ástand stofns, Vísindaleg flokkun ...
Remove ads

Útbreiðsla

Thumb
Taiwania cryptomerioides in the botanical magazine Shokubutsugaku zasshi (1907)
Thumb
Taiwania cryptomerioides' needle-like leaves.

Hún er ættuð frá austur Asíu, í fjöllum mið Taiwan, og staðbundið í suðvestur Kína (Guizhou, Hubei, Sichuan, Yunnan, Tíbet) og nærliggjandi svæðum í Myanmar, og norður Víetnam.[2][3] Tegundinni er ógnað af ólöglegu skógarhöggi vegna verðmæts viðarins á mörgum stöðum. Það er líklegt að útbreiðslan hafi verið mun meiri áður fyrr en skroppið saman vegna mikils skógarhöggs.[1] Stofnar á meginlandi Asíu voru áður taldir aðskilin tegund Taiwania flousiana af sumum grasafræðingum, en nefndur munur milli þeirra og stofnsins í Taívan stenst ekki þegar sýni frá mismunandi svæðum eru borin saman.

Remove ads

Lýsing

Þetta er ein stærsta trjátegundin í Asíu, hún verður að 90 m há með bol að 4m í þvermál ofan við styrktarstofn (buttressed base).[4] Barrnálarnar eru 8 til 15mm langar á ungum til 100 ára trjám, en verða smátt og smátt meira hreisturlaga, 3 - 7 mm langar á eldri trjám. Könglarnir eru litlir, 15 – 25 mm langir, með um 15-30 þunnar, viðkvæmar köngulskeljar, hver með tvemur fræjum.

Viðurinn er mjúkur, en endingargóður og með þægilega kryddlykt, og var mjög eftirsóttur áður, sérstaklega í hof og líkkistur. Hversu sjaldgæf tegundin er og hægur vöxtur í ræktun þýðir að löglegt timbur er nú sjaldgæft.

Remove ads

Tilvísanir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads