Tony Blair

Forsætisráðherra Bretlands From Wikipedia, the free encyclopedia

Tony Blair
Remove ads

Sir Anthony Charles Lynton Blair (fæddur 6. maí 1953) oftast þekktur sem Tony Blair er fyrrum forsætisráðherra Bretlands. Hann leiddi Verkamannaflokkinn frá júlí 1994 til 24. júní 2007 og komst til valda eftir yfirburðasigur flokksins í þingkosningunum 1997. Hann tók þá við forsætisráðherraembættinu af John Major og batt enda á 18 ára samfellda stjórn Íhaldsmanna. Tony Blair hefur setið lengst allra forsætisráðherra Verkamannaflokksins og er sá eini sem hefur leitt flokkinn til sigurs í þremur þingkosningum í röð.

Staðreyndir strax Sir, Forsætisráðherra Bretlands ...

Blair færði flokkinn nær miðjunni í breskum stjórnmálum og kallað þessa stefnubreytingu „nýja Verkamannaflokkinn“ (e. New Labour). Flokkurinn varð undir hans forystu jákvæðari gagnvart markaðshagkerfinu og fráhverfari þjóðnýtingu. Þessari stefnu hafa verið gefin nöfn á borð við „nútímajafnaðarmennsku“ og „þriðja leiðin“ en margir af vinstrisinnaðri flokksmönnum hafa orðið til að gagnrýna stefnubreytinguna og álíta flokkinn hafa færst of langt til hægri og snúið baki við þeim hugsjónum sem flokkurinn var byggður á, eins og jafnari skiptingu auðs í samfélaginu.

Hörð gagnrýni á Blair hefur einnig risið vegna þátttöku Breta í „stríðinu gegn hryðjuverkum“ og innrásinni í Írak. Í kosningum 2005 tapaði flokkurinn miklu fylgi en hélt þó meirihlutanum. Gordon Brown leysti Blair af sem forsætisráðherra.

Í september 2025 stakk Donald Trump Bandaríkjaforseti upp á því að Blair fengi sæti í svonefndri „friðarnefnd“ sem ætti að taka að sér stjórn Gazastrandarinnar eftir stríð Ísraels og Hamas.[1]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads