With the Beatles

breiðskífa Bítlanna frá 1963 From Wikipedia, the free encyclopedia

With the Beatles
Remove ads

With the Beatles er önnur breiðskífa Bítlanna. Platan var gefin út í Bretlandi þann 22. nóvember 1963 af Parlophone, átta mánuðum eftir frumraun sveitarinnar, Please Please Me. Hún var framleidd af George Martin og á henni má finna átta upprunaleg lög (sjö eftir Lennon–McCartney og „Don't Bother Me“ eftir George Harrison) og sex ábreiður (mest megnið rokk og ról og R&B). Upptökurnar fyrir plötuna gáfu einnig af sér smáskífurnar „I Want to Hold Your Hand“ og „This Boy“. Myndin sem finnst á kápu plötunnar var tekin af tískuljósmyndaranum Robert Freeman.

Staðreyndir strax Breiðskífa eftir Bítlana, Gefin út ...

Í Bandaríkjunum voru lög plötunnar skipt upp yfir á fyrstu tvær útgáfurnar með Capitol Records: Meet the Beatles! og The Beatles' Second Album. Hún var einnig gefin út í Kanada undir nafninu Beatlemania! With the Beatles. Platan var sett í 420. sæti yfir „500 bestu plötur allra tíma“ af tímaritinu Rolling Stone árið 2003, og kom fram á 1001 Albums You Must Hear Before You Die (2010). Hún var einnig kosin í 275. sæti á þriðju útgáfunni af All Time Top 1000 Albums (2000).

Remove ads

Lagalisti

Öll lög voru samin af Lennon–McCartney, nema þar sem er tekið fram.

Nánari upplýsingar Nr., Titill ...
Nánari upplýsingar Nr., Titill ...
Remove ads

Starfslið

Samkvæmt Mark Lewisohn:[5]

Bítlarnir

  • John Lennon – söngur, samhljómur og bakrödd; gítar; klapp; munnharpa á „Little Child“; nylon-strengja kassagítar á „Till There Was You“; tambúrína á „Don't Bother Me“
  • Paul McCartney – söngur, samhljómur og bakrödd; bassagítar og klapp; píanó á „Little Child“, claves á „Don't Bother Me“
  • George Harrison – söngur, samhljómur og bakrödd; gítar; klapp; nylon-strengja kassagítar á „Till There Was You“
  • Ringo Starr – trommur, tambúrína, hringla, klapp; söngur á „I Wanna Be Your Man“, bongó á „Till There Was You“ og „Don't Bother Me“

Framleiðsla

  • Robert Freeman – mynd á kápunni
  • George Martin – útsetning, framleiðsla og hljóðblöndun; orgel á „I Wanna Be Your Man“, píanó á „You Really Got a Hold on Me“, „Not a Second Time“ og „Money“
  • Norman Smith – hljóðvinnsla og hljóðblöndun
Remove ads

Vinsældalistar

Nánari upplýsingar Listi (1963–65), Hámark ...

Viðurkenningar og sölur

Nánari upplýsingar Svæði, Viðurkenning ...

BPI viðurkenningar einungis veittar fyrir sölur frá árinu 1994.[26]

Remove ads

Tilvísanir

Heimildir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads