With the Beatles
breiðskífa Bítlanna frá 1963 From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
With the Beatles er önnur breiðskífa Bítlanna. Platan var gefin út í Bretlandi þann 22. nóvember 1963 af Parlophone, átta mánuðum eftir frumraun sveitarinnar, Please Please Me. Hún var framleidd af George Martin og á henni má finna átta upprunaleg lög (sjö eftir Lennon–McCartney og „Don't Bother Me“ eftir George Harrison) og sex ábreiður (mest megnið rokk og ról og R&B). Upptökurnar fyrir plötuna gáfu einnig af sér smáskífurnar „I Want to Hold Your Hand“ og „This Boy“. Myndin sem finnst á kápu plötunnar var tekin af tískuljósmyndaranum Robert Freeman.
Í Bandaríkjunum voru lög plötunnar skipt upp yfir á fyrstu tvær útgáfurnar með Capitol Records: Meet the Beatles! og The Beatles' Second Album. Hún var einnig gefin út í Kanada undir nafninu Beatlemania! With the Beatles. Platan var sett í 420. sæti yfir „500 bestu plötur allra tíma“ af tímaritinu Rolling Stone árið 2003, og kom fram á 1001 Albums You Must Hear Before You Die (2010). Hún var einnig kosin í 275. sæti á þriðju útgáfunni af All Time Top 1000 Albums (2000).
Remove ads
Lagalisti
Öll lög voru samin af Lennon–McCartney, nema þar sem er tekið fram.
Remove ads
Starfslið
Samkvæmt Mark Lewisohn:[5]
Bítlarnir
- John Lennon – söngur, samhljómur og bakrödd; gítar; klapp; munnharpa á „Little Child“; nylon-strengja kassagítar á „Till There Was You“; tambúrína á „Don't Bother Me“
- Paul McCartney – söngur, samhljómur og bakrödd; bassagítar og klapp; píanó á „Little Child“, claves á „Don't Bother Me“
- George Harrison – söngur, samhljómur og bakrödd; gítar; klapp; nylon-strengja kassagítar á „Till There Was You“
- Ringo Starr – trommur, tambúrína, hringla, klapp; söngur á „I Wanna Be Your Man“, bongó á „Till There Was You“ og „Don't Bother Me“
Framleiðsla
- Robert Freeman – mynd á kápunni
- George Martin – útsetning, framleiðsla og hljóðblöndun; orgel á „I Wanna Be Your Man“, píanó á „You Really Got a Hold on Me“, „Not a Second Time“ og „Money“
- Norman Smith – hljóðvinnsla og hljóðblöndun
Remove ads
Vinsældalistar
Viðurkenningar og sölur
† BPI viðurkenningar einungis veittar fyrir sölur frá árinu 1994.[26]
Remove ads
Tilvísanir
Heimildir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads