ZX Spectrum

From Wikipedia, the free encyclopedia

ZX Spectrum
Remove ads

ZX Spectrum (oft kölluð Sinclair Spectrum) er 8-bita heimilistölva frá breska fyrirtækinu Sinclair Research. ZX Spectrum náði miklum vinsældum þegar hún kom á markað árið 1982 og var oft fyrsta tölvan sem keypt var fyrir heimili. Hún var hönnuð sem einföld og ódýr örtölva sem studdi tengingu við litasjónvarp og kassettutæki fyrir geymslu forrita. ZX Spectrum var með einkennandi sambyggt lyklaborð með gúmmítökkum. Um fimm milljón eintök seldust meðan tölvan var í sölu.[1]

Thumb
ZX Spectrum með 48 Kb RAM.

Tölvan var arftaki fyrstu tölvu Sinclair Research, ZX81, sem kom út árið 1981. „Spectrum“ (litróf) vísaði til þess að tölvan studdi litaskjái, ólíkt fyrirrennara sínum. Hún var framleidd í Dundee í Skotlandi í samstarfi við bandaríska úraframleiðandann Timex Corporation.[2] Útlitið var hannað af Rick Dickinson. Upphaflega var tölvan seld samkvæmt pöntunum, en brátt var tekið að selja hana í verslunum í Bretlandi. Í Bandaríkjunum var tölvan seld í eilítið breyttri útgáfu sem Timex Sinclair. Helstu keppinautar ZX Spectrum voru Commodore 64, Atari 8-bita og BBC Micro, sem líka tengdust sjónvarpi og kassettutæki.

Hægt var að kaupa kassettur með tölvuleikjum fyrir ZX Spectrum í verslunum. Tiltölulega auðvelt var að afrita þessi forrit milli kassetta,[3] en markaður fyrir forrit blómstraði engu að síður. Meðal þekktra tölvuleikja sem voru upphaflega skrifaðir fyrir ZX Spectrum má nefna Manic Miner, Jet Set Willy, The Lords of Midnight og The Hobbit.

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads