ZeniMax Media

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

ZeniMax Media Inc. er bandarískt tölvuleikjafyrirtæki staðsett í Rockville í Maryland. Fyrirtækið var stofnað af Christopher Weaver og Robert A. Altman árið 1999 sem móðurfélag tölvuleikjaframleiðandans Bethesda Softworks sem Weaver hafði stofnað árið 1986.[1] Félagið á tölvuleikjaverin Bethesda Game Studios (The Elder Scrolls, Fallout og Starfield), id Software (Doom, Quake og Rage), Arkane Studios (Dishonored, Prey, og Redfall), MachineGames (Wolfenstein), og ZeniMax Online Studios (The Elder Scrolls Online). Microsoft keypti ZeniMax árið 2021 fyrir 8,1 milljarða dala.[2] Það heyrir nú undir tölvuleikjadeild Microsoft, Microsoft Games.

Merki ZeniMax frá 2014.
Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads