Mahmúd Abbas (arabíska: محمود عباس) (f. 15. nóvember 1935[1][2]), einnig þekktur undir nafninu Kunya Abu Mazen (arabíska: ابو مازن), er palestínskur stjórnmálamaður sem hefur verið forseti palestínsku heimastjórnarinnar frá árinu 2005.[2]

Staðreyndir strax Forseti palestínsku heimastjórnarinnar, Forsætisráðherra ...
Mahmúd Abbas
مَحْمُود عَبَّاس
Thumb
Mahmúd Abbas árið 2023.
Forseti palestínsku heimastjórnarinnar
Núverandi
Tók við embætti
15. janúar 2005
ForsætisráðherraAhmed Qurei
Nabil Shaath (starfandi)
Ahmed Qurei
Ismail Haniyeh
Salam Fayyad
Rami Hamdallah
Mohammad Shtayyeh
ForveriYasser Arafat
Forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar
Í embætti
19. mars 2003  6. september 2003
ForsetiYasser Arafat
ForveriEmbætti stofnað
EftirmaðurAhmed Qurei
Persónulegar upplýsingar
Fæddur15. nóvember 1935 (1935-11-15) (88 ára)
Safed, Palestínu
StjórnmálaflokkurFatah
MakiAmina Abbas
Börn3
BústaðurRamallah, Vesturbakkanum
HáskóliHáskólinn í Damaskus
Alþýðuvináttuháskóli Rússlands
Loka

Abbas er einn af leiðtogum stjórnmálahreyfingarinnar Fatah. Hann var áður fyrsti forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar frá mars til október árið 2003. Hann sagði af sér vegna skorts á stuðningi Ísraela og Bandaríkjamanna og „innlendrar egningar“ gegn stjórn hans. Áður fór Abbas fyrir samningadeild Frelsissamtaka Palestínu (PLO). Hann hefur verið formaður framkvæmdastjórnar PLO frá 11. nóvember 2004, eftir að Yasser Arafat lést. Abbas er talinn meðal hófsamari leiðtoga Palestínu af Ísraelum og Bandaríkjamönnum.

Æviágrip

Mahmúd Abbas er fæddur árið 1935 í Saded í Galíleu, sem þá var hluti af umboðsstjórn Breta í Palestínu. Árið 1948 flúði hann ásamt fjölskyldu sinni til Sýrlands í „áfallinu mikla“ þegar fyrsta stríð Ísraels og Araba braust út.[3]

Abbas hóf afskipti af frelsisbaráttu Palestínumanna seint á sjötta áratugnum með því að fá Palestínumenn sem voru í útlegð í Katar til að ganga til liðs við málstaðinn. Abbas tók þátt í stofnun Frelsissamtaka Palestínu (PLO) ásamt Yasser Arafat árið 1964 og var skipaður yfirmaður alþjóðasamskiptadeildar samtakanna árið 1980. Abbas varð einn helsti fjáröflunarmaður PLO og hann tók jafnframt við stjórn öryggismála samtakanna snemma á áttunda áratugnum.[3]

Abbas var einn af helstu hönnuðum Óslóarsamkomulagsins sem Ísraelar og Palestínumenn undirrituðu árið 1993. Hann sneri heim til Palestínu árið 1995 eftir friðarsamkomulagið og var kjörinn framkvæmdastjóri framkvæmdanefndar PLO næsta ár. Árið 2003 var Abbas valinn fyrsti forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, en hann sagði af sér eftir aðeins fjóra mánuði vegna deilna við Arafat.[3]

Eftir að Arafat lést árið 2004 var Abbas valinn formaður PLO. Hann bauð sig síðan fram til forseta Palestínu næsta ár og vann með um 62,3 prósentum greiddra atkvæða.[3]

Árið 2006 tapaði flokkur Abbas, Fatah, á móti íslamistahreyfingunni Hamas í kosningum á palestínska sjálfsstjórnarþingið. Abbas reyndi í fyrstu að vinna með Hamas og fól flokknum að mynda ríkisstjórn fyrir Palestínu.[4] Ágreiningur milli flokkanna leiddi hins vegar fljótt til þess að Abbas lét boða til nýrra kosninga, hugsanlega til þess að reyna að þrýsta á Hamas að samþykkja myndun þjóðstjórnar með Fatah.[5] Valdabaráttan á milli Hamas og stuðningsmanna Abbas snerist brátt upp í ofbeldi og blóðsúthellingar á Gasaströndinni, sem leiddi til þess að Abbas leysti upp þjóðstjórnina og lýsti yfir neyðarástandi á palestínsku heimastjórnarsvæðunum í júní 2007.[6] Átökin milli Hamas og Fatah endu með algerum ósigri stuðningsmanna Abbas, með þeim afleiðingum að Abbas glataði í reynd öllum völdum á Gasaströndinni.[7] Stjórn hans heldur því aðeins völdum á Vesturbakkanum.

Tilvísanir

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.