Athrotaxis laxifolia
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Athrotaxis laxifolia[2] er sígrænt tré sem er einlent í Tasmaníu í Ástralíu, þar sem það vex í 1,000–1,200 m hæð.[3][1]
Það verður 10 til 20m hátt, með bol að 1 m í þvermál. Blöðin eru hreisturlík, 4–12 mm löng og 2–3 mm breið, í spíral eftir sprotanum. Könglarnir eru aflangt-hnattlaga, 15–26 mm langir og 14–20 mm í þvermál, með 14–18 köngulskeljar; þeir ná fullum þroska um sex mánuðum eftir frjóvgun. Frjókönglarnir eru 3 til 5 mm langir.[3]
Lítið er vitað um stöðu tegundarinnar í heimkynnum hennar; hún er sjaldgæfust þriggja tegunda Athrotaxis. Hún er að mörgu leyti millistig á milli Athrotaxis cupressoides og Athrotaxis selaginoides, og er sterkur grunur að hún sé náttúrulegur blendingur þeirra tveggja; hinsvegar eru niðurstöður erfðagreiningar ekki afgerandi.[3]
Utan við útbreiðslusvæðið er hún stöku sinnum ræktuð í norðvestur Evrópu. Þrátt fyrir að vera sjaldgæfasta tegundin í náttúrunni, er hún algengasta tegundin í ræktun, tré á Írlandi hafa náð 20 m hæð.[4][5][6]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads