Bacillus
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Bacillus er ættkvísl Gram-jákvæðra, staflaga gerla innan ættarinnar Bacillaceae. Þeir eru ýmist nauðháð eða valfrjálst loftsæknir, katalasa-jákvæðir og geta myndað dvalargró. Þeir finnast víða í náttúrunni, eru til dæmis algengir í jarðvegi.
Remove ads
Vistfræði
Meðlimir Bacillus ættkvíslarinnar búa yfir fjölbreyttum efnaskiptum og fá því þrifist í ýmiss konar umhverfi. Þeir eru algengir í jarðvegi, þar sem þeir taka þátt í niðurbroti plöntu- og dýraleifa, en margar Bacillus tegundir seyta meltingarensímum út í umhverfið sem brjóta niður fjölsykrur, prótín og aðrar lífrænar fjölliður. Margar tegundir ættkvíslarinnar, svo sem hin vel þekkta B. subtilis, finnast í miklu magni í rótarhveli plantna sem nýta sér þau næringarefni sem falla til við starfsemi gerilsins. Sumar tegundirnar, svo sem B. azotofixans[1] og B. pumilus[2], eru færar um að binda köfnunarefni andrúmsloftsins og mynda ammoníumsölt sem plöntur geta nýtt sér. Aðrar Bacillus tegundir, svo sem B. thuringiensis, B. anthracis og B. cereus eru sýklar manna, dýra eða plantna.
Remove ads
Saga
Bacillus er meðal best þekktu ættkvísla örverufræðanna, en Ferdinand Cohn skilgreindi hana fyrstur manna árið 1872.[3] Rannsóknasaga þessara gerla er þó enn lengri, því tegund sú sem Cohn nefndi B. subtilis hafði þá um nokkurt skeið verið til rannsóknar hjá hinum þekkta náttúrufræðingi og smásjárskoðanda Christian Ehrenberg sem nefndi hana Vibrio subtilis þegar árið 1835.[4]
Heimildir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads