Bidhya Devi Bhandari

Forseti Nepals From Wikipedia, the free encyclopedia

Bidhya Devi Bhandari
Remove ads

Bidhya Devi Bhandari (nepalska: विद्या देवी भण्डारी; f. 19. júní 1961) er nepalskur stjórnmálamaður sem er fyrrverandi forseti Nepals. Hún er fyrsti kvenkyns forseti landsins.[1][2] Hún var varaformaður[3] Kommúnistaflokks Nepals[4] og formaður Nepalska kvennasambandsins áður en hún vann kosningu til forseta landsins þann 28. október 2015.[5] Hún var kjörin forseti af nepalska þinginu með 327 atkvæðum af 549 á móti Kul Bahadur Gurung. Árið 2016 setti Forbes hana í 52. sæti á lista yfir 100 voldugustu konur í heimi.[4] Bhandari hafði áður verið varnarmálaráðherra Nepals og var sömuleiðis fyrsta konan til að gegna því embætti.[6][7][8] Hún var einnig umhverfis- og félagsmálaráðherra á tíunda áratugnum og hefur lengi talað bæði fyrir aukinni umhverfisvitund og fyrir kvenréttindum.[9] Í júní árið 2017 heimsótti hún höfuðstöðvar Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna og ræddi við framkvæmdastjórann Inger Andersen um tækifæri til aukinnar samvinnu um náttúruvernd og sjálfbæra þróun.[10]

Staðreyndir strax Forseti Nepals, Forsætisráðherra ...
Remove ads

Bakgrunnur

Bidhya Devi Bhandari fæddist hjónunum Ram Bahadur Pandey og Mithila Pandey þann 19. júní árið 1961 í Mane Bhanjyang í Bhojpur-sýslu í Nepal.[11] Hún hóf stjórnmálaferil sinn sem meðlimur í sambandi vinstrisinnaðra stúdenta og gekk í Marx-lenínskan væng Kommúnistaflokks Nepals árið 1980.[12]

Bhandari var kjörin á nepalska þingið árin 1994 og 1999.[13] Hún náði hins vegar ekki kjöri á stjórnlagaþing Nepals árið 2008. Hún var varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Madhav Kumar Nepal forsætisráðherra frá 2009 til 2011. Flokkur hennar kaus hana í hlutfallskosningum á annað stjórnlagaþing Nepals sem haldið var árið 2013.

Remove ads

Stjórnmálaferill

Bhandari hóf snemma þátttöku í stjórnmálum. Samkvæmt upplýsingum Kommúnistaflokksins hóf hún afskipti af stjórnmálum sem aðgerðasinni í ungliðahreyfingu flokksins árið 1978 í Bhojpur.[14] Hún varð meðlimur í Kommúnistaflokknum árið 1980. Eftir að hafa lokið grunnskólanámi gekk hún í Mahendra Morang Adarsha-fjölháskólann og varð gjaldkeri stúdentasambandsins í skólanum. Hún var kjörin formaður kvennaarms Sambands nepalskra stéttarfélaga árið 1993 og var kjörin í miðstjórn Kommúnistaflokksins árið 1997. Hún naut æ meiri áhrifa innan flokksins þar til hún var kjörin varaformaður hans á áttunda flokksþingi hans í Butwal.[15] Sem varaformaður var hún einn nánasti bandamaður flokksformannsins og forsætisráðherrans Khadga Prasad Sharma Oli.

Remove ads

Deilumál

Bhandari hefur verið sökuð um hlutdrægni í embætti sem forseti Nepals. Hún seinkaði myndun ríkisstjórnar eftir þingkosningar árið 2017. Hún seinkaði einnig þremur tilnefningum á nepalska þjóðþingið sem ríkisstjórn Sher Bahadur Deuba forsætisráðherra úr Kongressflokknum bar fyrir hana en samþykkti hins vegar umsvifalaust sams konar tilefningar eftir að Khadga Prasad Oli úr Kommúnistaflokknum varð forsætisráðherra.[16]

Einkahagir

Bhandari var gift Madan Bhandari, vinsælum nepölskum kommúnistaleiðtoga, sem lést í bílslysi nálægt Dasdhunga í Chitwan-sýslu árið 1993. Hjónin áttu tvær dætur, Usha Kiran Bhandari og Nisha Kusum Bhandari. Grunur leikur á um að Madan hafi verið myrtur en málið hefur aldrei verið fyllilega leyst.

Bhandari er skyld leiðtoga nepalska Kongressflokksins, Gyanendra Bahadur Karki.[17]

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads